Innheimta bílastæða- og atvinnuleyfagjöld í Vatnajökulsþjóðgarði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Byrjað verið að rukka frá og með 9.ágúst mynd/Klaus Kretzer Frá og með 9. ágúst næstkomandi mun Vatnajökulsþjóðgarður innheimta gjald fyrir skráðar bifreiðar og bifhjól sem koma í Skaftafell. Gjaldið fyrir venjulegan fólksbíl verður 600 krónur fyrir sólarhringinn. Notað verður sjálfvirkt myndavélakerfi frá fyrirtækinu ComputerVision ehf. Mun það nema skráningarnúmer ökutækja og stofna kröfu í þar til gerðu smáforriti í snjallsíma þess sem skráður er fyrir tækinu. Verði sú krafa ekki greidd stofnast krafa í heimabanka. „Það er tekin mynd á leiðinni inn og aftur á leið út. Engar myndir eru geymdar nema rétt á meðan farartæki eru inni á svæðinu,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Þórður segir að samningurinn við ComputerVision hafi farið í gegnum verðkönnun hjá Ríkiskaupum. Sá er til eins árs og tekur fyrirtækið prósentu af þeim gjöldum sem inn koma. Áætlað er að upphæðin sem innheimtist komi til með að hlaupa á tugum milljóna. Gjaldtakan var innleidd með reglugerð sem sett var um miðjan síðasta mánuð. Auk þess að heimila gjaldtöku fyrir notkun bílastæða hækkar gjaldskráin fyrir aðra þjónustu á svæðinu. Þar má nefna tjaldgistingu, gistingu í skála og sérstæka þjónustu sem felur í sér sérstakt vinnuframlag af hálfu starfsmanna. Hið síðastnefnda hækkar um 60 prósent og verður 16 þúsund fyrir klukkustundina. Þá verður nú heimilt að rukka fyrir útgáfu atvinnuleyfa í þjóðgarðinum, alls 25 þúsund krónur. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Frá og með 9. ágúst næstkomandi mun Vatnajökulsþjóðgarður innheimta gjald fyrir skráðar bifreiðar og bifhjól sem koma í Skaftafell. Gjaldið fyrir venjulegan fólksbíl verður 600 krónur fyrir sólarhringinn. Notað verður sjálfvirkt myndavélakerfi frá fyrirtækinu ComputerVision ehf. Mun það nema skráningarnúmer ökutækja og stofna kröfu í þar til gerðu smáforriti í snjallsíma þess sem skráður er fyrir tækinu. Verði sú krafa ekki greidd stofnast krafa í heimabanka. „Það er tekin mynd á leiðinni inn og aftur á leið út. Engar myndir eru geymdar nema rétt á meðan farartæki eru inni á svæðinu,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Þórður segir að samningurinn við ComputerVision hafi farið í gegnum verðkönnun hjá Ríkiskaupum. Sá er til eins árs og tekur fyrirtækið prósentu af þeim gjöldum sem inn koma. Áætlað er að upphæðin sem innheimtist komi til með að hlaupa á tugum milljóna. Gjaldtakan var innleidd með reglugerð sem sett var um miðjan síðasta mánuð. Auk þess að heimila gjaldtöku fyrir notkun bílastæða hækkar gjaldskráin fyrir aðra þjónustu á svæðinu. Þar má nefna tjaldgistingu, gistingu í skála og sérstæka þjónustu sem felur í sér sérstakt vinnuframlag af hálfu starfsmanna. Hið síðastnefnda hækkar um 60 prósent og verður 16 þúsund fyrir klukkustundina. Þá verður nú heimilt að rukka fyrir útgáfu atvinnuleyfa í þjóðgarðinum, alls 25 þúsund krónur.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira