Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. ágúst 2017 22:15 Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri við Patreksfjörð: Sveitavargurinn og nágrannarnir á Patreksfirði sjá ekki sumir varúðarskiltin. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra í sumar. Íbúi óttast samt að þetta verði til þess að fleiri kríur drepist á nýja veginum. Fjallað var um vegarbætur vestur á fjörðum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Endapunktur malbiksins var áður við fiskiskipið í fjörunni í Skápadal í botni Patreksfjarðar. Í skrám Vegagerðarinnar heitir hann Örlygshafnarvegur en þennan veg aka þeir sem eru á leið á staði eins og Rauðasand, Örlygshöfn, Hænuvík, Breiðavík og Látrabjarg. Fyrirtækið Borgarverk tók að sér verkið fyrir um 130 milljónir króna, sem fólst í að endurbyggja sex kílómetra vegarkafla með bundnu slitlagi frá Skápadal, um Rauðasandsgatnamótin og vestur fyrir bæinn Hvalsker. Þá verða eftir 37 kílómetrar ómalbikaðir að Látrabjargi.Malbikið nær nú langleiðina að Patreksfjarðarflugvelli, skammt vestur fyrir bæinn Hvalsker.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ætla mætti að vegarbótunum væri vel fagnað af íbúum á Hvalskeri sem losna núna við þjóðvegarykið. „Þetta verður sjálfsagt ágætt þegar þetta verður búið. Það er nú ekki alveg búið. Það er bara búið að fara eina ferð með olíumöl hérna. Það á eftir að fara aðra,” segir Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri. -Verður þetta ekki allt annað og betra líf? „Ahh. Ég veit það ekki. Ég kvíði vetrinum. Sumsstaðar verður vegurinn snjóþyngri inni í firði en hann hefur verið. Þeir færðu hann til og þá er hærra niður á hann. En það þykir sjálfsagt mörgum þetta gott.” -En er mikil umferð hérna? „Það er gríðarleg umferð. En hún er öðruvísi. Það er mikið meira af húsbílum heldur en venjulegum bílum.” Nýi vegarkaflinn er í sunnanverðum Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Mestar áhyggjur hefur Sigurbjörg af kríuvarpinu við Hvalsker og að fleiri kríur drepist á nýja veginum. „Það er farið bara mikið af því og búið að keyra yfir mikið af þeim.” -Er það af því að menn keyra þá hraðar? „Menn sjá ekki nema þær sem fljúga. Menn sjá ekki ungana,” segir Sigurbjörg og segir ungana æfa sig að fljúga á veginum. Og íbúum á Hvalskeri finnst ekki nóg að gert að hafa bara varúðarskilti Vegagerðarinnar um fuglavarpið. Þeir settu líka upp það sem Sigurbjörg kallar „þrífót” til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. „Það er allt í lagi með útlendingana. Þeir sjá merkin. En það sér ekki sveitavargurinn. Og nágrannarnir á Patreksfirði. Þeir sjá ekki merkin sumir. Það er bara svoleiðis.” Tengdar fréttir Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra í sumar. Íbúi óttast samt að þetta verði til þess að fleiri kríur drepist á nýja veginum. Fjallað var um vegarbætur vestur á fjörðum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Endapunktur malbiksins var áður við fiskiskipið í fjörunni í Skápadal í botni Patreksfjarðar. Í skrám Vegagerðarinnar heitir hann Örlygshafnarvegur en þennan veg aka þeir sem eru á leið á staði eins og Rauðasand, Örlygshöfn, Hænuvík, Breiðavík og Látrabjarg. Fyrirtækið Borgarverk tók að sér verkið fyrir um 130 milljónir króna, sem fólst í að endurbyggja sex kílómetra vegarkafla með bundnu slitlagi frá Skápadal, um Rauðasandsgatnamótin og vestur fyrir bæinn Hvalsker. Þá verða eftir 37 kílómetrar ómalbikaðir að Látrabjargi.Malbikið nær nú langleiðina að Patreksfjarðarflugvelli, skammt vestur fyrir bæinn Hvalsker.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ætla mætti að vegarbótunum væri vel fagnað af íbúum á Hvalskeri sem losna núna við þjóðvegarykið. „Þetta verður sjálfsagt ágætt þegar þetta verður búið. Það er nú ekki alveg búið. Það er bara búið að fara eina ferð með olíumöl hérna. Það á eftir að fara aðra,” segir Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri. -Verður þetta ekki allt annað og betra líf? „Ahh. Ég veit það ekki. Ég kvíði vetrinum. Sumsstaðar verður vegurinn snjóþyngri inni í firði en hann hefur verið. Þeir færðu hann til og þá er hærra niður á hann. En það þykir sjálfsagt mörgum þetta gott.” -En er mikil umferð hérna? „Það er gríðarleg umferð. En hún er öðruvísi. Það er mikið meira af húsbílum heldur en venjulegum bílum.” Nýi vegarkaflinn er í sunnanverðum Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Mestar áhyggjur hefur Sigurbjörg af kríuvarpinu við Hvalsker og að fleiri kríur drepist á nýja veginum. „Það er farið bara mikið af því og búið að keyra yfir mikið af þeim.” -Er það af því að menn keyra þá hraðar? „Menn sjá ekki nema þær sem fljúga. Menn sjá ekki ungana,” segir Sigurbjörg og segir ungana æfa sig að fljúga á veginum. Og íbúum á Hvalskeri finnst ekki nóg að gert að hafa bara varúðarskilti Vegagerðarinnar um fuglavarpið. Þeir settu líka upp það sem Sigurbjörg kallar „þrífót” til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. „Það er allt í lagi með útlendingana. Þeir sjá merkin. En það sér ekki sveitavargurinn. Og nágrannarnir á Patreksfirði. Þeir sjá ekki merkin sumir. Það er bara svoleiðis.”
Tengdar fréttir Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent