Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. ágúst 2017 22:15 Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri við Patreksfjörð: Sveitavargurinn og nágrannarnir á Patreksfirði sjá ekki sumir varúðarskiltin. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra í sumar. Íbúi óttast samt að þetta verði til þess að fleiri kríur drepist á nýja veginum. Fjallað var um vegarbætur vestur á fjörðum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Endapunktur malbiksins var áður við fiskiskipið í fjörunni í Skápadal í botni Patreksfjarðar. Í skrám Vegagerðarinnar heitir hann Örlygshafnarvegur en þennan veg aka þeir sem eru á leið á staði eins og Rauðasand, Örlygshöfn, Hænuvík, Breiðavík og Látrabjarg. Fyrirtækið Borgarverk tók að sér verkið fyrir um 130 milljónir króna, sem fólst í að endurbyggja sex kílómetra vegarkafla með bundnu slitlagi frá Skápadal, um Rauðasandsgatnamótin og vestur fyrir bæinn Hvalsker. Þá verða eftir 37 kílómetrar ómalbikaðir að Látrabjargi.Malbikið nær nú langleiðina að Patreksfjarðarflugvelli, skammt vestur fyrir bæinn Hvalsker.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ætla mætti að vegarbótunum væri vel fagnað af íbúum á Hvalskeri sem losna núna við þjóðvegarykið. „Þetta verður sjálfsagt ágætt þegar þetta verður búið. Það er nú ekki alveg búið. Það er bara búið að fara eina ferð með olíumöl hérna. Það á eftir að fara aðra,” segir Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri. -Verður þetta ekki allt annað og betra líf? „Ahh. Ég veit það ekki. Ég kvíði vetrinum. Sumsstaðar verður vegurinn snjóþyngri inni í firði en hann hefur verið. Þeir færðu hann til og þá er hærra niður á hann. En það þykir sjálfsagt mörgum þetta gott.” -En er mikil umferð hérna? „Það er gríðarleg umferð. En hún er öðruvísi. Það er mikið meira af húsbílum heldur en venjulegum bílum.” Nýi vegarkaflinn er í sunnanverðum Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Mestar áhyggjur hefur Sigurbjörg af kríuvarpinu við Hvalsker og að fleiri kríur drepist á nýja veginum. „Það er farið bara mikið af því og búið að keyra yfir mikið af þeim.” -Er það af því að menn keyra þá hraðar? „Menn sjá ekki nema þær sem fljúga. Menn sjá ekki ungana,” segir Sigurbjörg og segir ungana æfa sig að fljúga á veginum. Og íbúum á Hvalskeri finnst ekki nóg að gert að hafa bara varúðarskilti Vegagerðarinnar um fuglavarpið. Þeir settu líka upp það sem Sigurbjörg kallar „þrífót” til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. „Það er allt í lagi með útlendingana. Þeir sjá merkin. En það sér ekki sveitavargurinn. Og nágrannarnir á Patreksfirði. Þeir sjá ekki merkin sumir. Það er bara svoleiðis.” Tengdar fréttir Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra í sumar. Íbúi óttast samt að þetta verði til þess að fleiri kríur drepist á nýja veginum. Fjallað var um vegarbætur vestur á fjörðum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Endapunktur malbiksins var áður við fiskiskipið í fjörunni í Skápadal í botni Patreksfjarðar. Í skrám Vegagerðarinnar heitir hann Örlygshafnarvegur en þennan veg aka þeir sem eru á leið á staði eins og Rauðasand, Örlygshöfn, Hænuvík, Breiðavík og Látrabjarg. Fyrirtækið Borgarverk tók að sér verkið fyrir um 130 milljónir króna, sem fólst í að endurbyggja sex kílómetra vegarkafla með bundnu slitlagi frá Skápadal, um Rauðasandsgatnamótin og vestur fyrir bæinn Hvalsker. Þá verða eftir 37 kílómetrar ómalbikaðir að Látrabjargi.Malbikið nær nú langleiðina að Patreksfjarðarflugvelli, skammt vestur fyrir bæinn Hvalsker.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ætla mætti að vegarbótunum væri vel fagnað af íbúum á Hvalskeri sem losna núna við þjóðvegarykið. „Þetta verður sjálfsagt ágætt þegar þetta verður búið. Það er nú ekki alveg búið. Það er bara búið að fara eina ferð með olíumöl hérna. Það á eftir að fara aðra,” segir Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, húsfreyja á Hvalskeri. -Verður þetta ekki allt annað og betra líf? „Ahh. Ég veit það ekki. Ég kvíði vetrinum. Sumsstaðar verður vegurinn snjóþyngri inni í firði en hann hefur verið. Þeir færðu hann til og þá er hærra niður á hann. En það þykir sjálfsagt mörgum þetta gott.” -En er mikil umferð hérna? „Það er gríðarleg umferð. En hún er öðruvísi. Það er mikið meira af húsbílum heldur en venjulegum bílum.” Nýi vegarkaflinn er í sunnanverðum Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Mestar áhyggjur hefur Sigurbjörg af kríuvarpinu við Hvalsker og að fleiri kríur drepist á nýja veginum. „Það er farið bara mikið af því og búið að keyra yfir mikið af þeim.” -Er það af því að menn keyra þá hraðar? „Menn sjá ekki nema þær sem fljúga. Menn sjá ekki ungana,” segir Sigurbjörg og segir ungana æfa sig að fljúga á veginum. Og íbúum á Hvalskeri finnst ekki nóg að gert að hafa bara varúðarskilti Vegagerðarinnar um fuglavarpið. Þeir settu líka upp það sem Sigurbjörg kallar „þrífót” til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. „Það er allt í lagi með útlendingana. Þeir sjá merkin. En það sér ekki sveitavargurinn. Og nágrannarnir á Patreksfirði. Þeir sjá ekki merkin sumir. Það er bara svoleiðis.”
Tengdar fréttir Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Laxeldi í sjókvíum er á góðri leið með að rífa samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum upp úr langvarandi öldudal. 5. júlí 2017 09:15