HBStatz: Arnór klikkar ekki í hraðaupphlaupum og frákastar vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 11:30 Arnór Þór Gunnarsson er eini hægri hornamaðurinn í landsliðshópnum sem fer á HM í Frakklandi. vísir/ernir Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, skoraði 3,7 mörk að meðaltali í sjö mótsleikjum strákanna okkar á síðasta ári, en hann nýtti 62 prósent skota sinna, þar af 67 prósent úr horninu. Þetta kemur fram í tölfræðigreiningu handboltatölfræðisíðunnar HBStatz sem telur niður í heimsmeistaramótið í Frakklandi með því að fara yfir tölur strákannar okkar í mótsleikjum síðasta árs.Aron Pálmarsson var fyrst tekinn fyrir þar sem mikilvægi hans fyrir liðið kom bersýnilega í ljós og í gær var tölfræði Rúnars Kárasonar, hægri skyttu Íslands, birt.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Arnór Þór skoraði 26 mörk í sjö mótsleikjum síðasta árs eða 3,7 mörk að meðaltali í leik. Hann þurfti 42 skot til að skora þessi 26 mörk sem gerir skotnýtingu upp á 62 prósent. Hann hitti 88 prósent skota sinna á markið en 26 prósent þeirra voru varin og aðeins tólf prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Skotnýting Arnórs Þórs úr hægra horninu var 67 prósent á síðasta ári þar sem hann skoraði 16 mörk úr 24 skotum. Aðeins 57 prósent skota hans á markið komu úr horninu. Arnór Þór er góður í hraðaupphlaupum en hann skoraði úr öllum þremur skotum sínum úr hraðaupphlaupum á síðasta ári. Það vekur þó athygli að hraðaupphlaupin voru svona fá en þau voru aðalsmerki Íslands um árabil. Hornamaðurinn knái, sem spilar með Bergischer í þýsku 1. deildinni, skoraði þrjú mörk að meðaltali í þremur sigurleikjum Íslands á síðasta ári en 4,25 mörk í tapleikjunum fjórum (3 á EM 2016, 1 í undankeppni EM 2018). Skotnýting Arnórs Þór var aðeins betri í tapleikjunum en sigurleikjunum (63 prósent á móti 60 prósentum) þannig ekki verður sagt að Akureyringurinn bogni við mótlæti. Fram kemur í tölfræðigreiningu HBStatz að Arnór Þór er öflugur frákastari sem er vannýtt og vanmetin tölfræði í handbolta enda skila fráköst mjög oft marki eða vítakasti. Arnór tók 1,4 fráköst að meðaltali í mótsleikjunum sjö á síðasta ári. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Arnórs Þórs Gunnarssonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, skoraði 3,7 mörk að meðaltali í sjö mótsleikjum strákanna okkar á síðasta ári, en hann nýtti 62 prósent skota sinna, þar af 67 prósent úr horninu. Þetta kemur fram í tölfræðigreiningu handboltatölfræðisíðunnar HBStatz sem telur niður í heimsmeistaramótið í Frakklandi með því að fara yfir tölur strákannar okkar í mótsleikjum síðasta árs.Aron Pálmarsson var fyrst tekinn fyrir þar sem mikilvægi hans fyrir liðið kom bersýnilega í ljós og í gær var tölfræði Rúnars Kárasonar, hægri skyttu Íslands, birt.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Arnór Þór skoraði 26 mörk í sjö mótsleikjum síðasta árs eða 3,7 mörk að meðaltali í leik. Hann þurfti 42 skot til að skora þessi 26 mörk sem gerir skotnýtingu upp á 62 prósent. Hann hitti 88 prósent skota sinna á markið en 26 prósent þeirra voru varin og aðeins tólf prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Skotnýting Arnórs Þórs úr hægra horninu var 67 prósent á síðasta ári þar sem hann skoraði 16 mörk úr 24 skotum. Aðeins 57 prósent skota hans á markið komu úr horninu. Arnór Þór er góður í hraðaupphlaupum en hann skoraði úr öllum þremur skotum sínum úr hraðaupphlaupum á síðasta ári. Það vekur þó athygli að hraðaupphlaupin voru svona fá en þau voru aðalsmerki Íslands um árabil. Hornamaðurinn knái, sem spilar með Bergischer í þýsku 1. deildinni, skoraði þrjú mörk að meðaltali í þremur sigurleikjum Íslands á síðasta ári en 4,25 mörk í tapleikjunum fjórum (3 á EM 2016, 1 í undankeppni EM 2018). Skotnýting Arnórs Þór var aðeins betri í tapleikjunum en sigurleikjunum (63 prósent á móti 60 prósentum) þannig ekki verður sagt að Akureyringurinn bogni við mótlæti. Fram kemur í tölfræðigreiningu HBStatz að Arnór Þór er öflugur frákastari sem er vannýtt og vanmetin tölfræði í handbolta enda skila fráköst mjög oft marki eða vítakasti. Arnór tók 1,4 fráköst að meðaltali í mótsleikjunum sjö á síðasta ári. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Arnórs Þórs Gunnarssonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15