Lionel Messi varð í kvöld annar maðurinn í sögunni sem nær því að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Hann skoraði þá eitt marka Barcelona í 3-1 sigri á Olympiacos.
Cristiano Ronaldo er hinn knattspyrnumaðurinn sem hefur skorað yfir 100 mörk en Ronaldo er kominn í 113 stykki.
Það gekk á ýmsu í leiknum því varnarmaður Barcelona, Gerard Pique, var rekinn af velli í fyrri hálfleik. Fyrsta rauða spjald hans í 92 leikjum í Meistaradeildinni.
PSG heldur áfram að skora að vild en liðið skoraði fjögur mörk í kvöld. Edinson Cavani, framherji PSG, varð þriðji leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora í sjö Meistaradeildarleikjum í röð.
Hinir eru Cristiano Ronaldo og Ruud van Nistelrooy.
Úrslit kvöldsins:
A-riðill
Benfica - Man. Utd. 0-1
0-1 Marcus Rashford (64.).
CSKA - Basel 0-2
0-1 Taulant Xhaka (29.), 0-2 Dimitri Oberlin (90.).
Staðan: Man. Utd 9, Basel 6, CSKA 3, Benfica 0.
B-riðill
Anderlecht - PSG 0-4
0-1 Kylian Mbappé (3.), 0-2 Edinson Cavani (44.), 0-3 Neymar (66.), 0-4 Angel di Maria (88.).
Bayern - Celtic 3-0
1-0 Thomas Müller (17.), 2-0 Joshua Kimmich (29.), 3-0 Mats Hummels (51.).
Staðan: PSG 9, Bayern 6, Celtic 3, Anderlecht 3.
C-riðill
Qarabag - Atlético 0-0
Chelsea - Roma 3-3
1-0 David Luiz (11.), 2-0 Eden Hazard (37.), 2-1 Aleksandar Kolarov (40.), 2-2 Edin Dzeko (64.), 2-3 Edin Dzeko (70.), 3-3 Eden Hazard (75.).
Staðan: Chelsea 7, Roma 5, Atlético 2, Qarabag 1.
D-riðill
Barcelona - Olympiacos 3-1
1-0 Dimitrious Nikolaou, sjm (18.), 2-0 Lionel Messi (61.), 3-0 Lucas Digne (64.), 3-1 Dimitrious Nikolaou (89.).
Juventus - Sporting 2-1
0-1 Alex Sandro, sjm (12.), 1-1 Miralem Pjanic (29.), 2-1 Mario Mandzukic (84.)
Staðan: Barcelona 9, Juventus 6, Sporting 3, Olympiacos 0.
