Varhugavert að sjúkdómsgreina Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 10:15 Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Bandaríkjaforseta. Vísir Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans. Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54