Varhugavert að sjúkdómsgreina Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 10:15 Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Bandaríkjaforseta. Vísir Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans. Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54