Sjö hinna slösuðu enn á spítala Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 14:32 Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með tveimur þyrlum til Reykjavíkur eftir slysið á miðvikudag. Vísir/Anton Brink Sjö farþegar sem voru í hópferðabifreið er hafnaði utan vegar eftir árekstur við fólksbíl í grennd við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag eru enn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Tólf voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar slyssins en einn farþegi var úrskurðaður látinn á slysstað. Í hópferðabifreiðinni voru 44 kínverskir ferðamenn auk bifreiðastjóra og leiðsögumanns. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að af þeim sjö sem enn dveljast á spítala séu fimm á almennum legudeildum en tveir á gjörgæsludeild. Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans staðfesti í samtali við Vísi að líðan sjúklinganna fimm sem ekki eru á gjörgæslu sé nokkuð góð og vonast er til þess að tveir þeirra verði útskrifaðir í dag. Rútubílstjórinn sem ók rútunni er meðal þeirra sem hafa verið útskrifaður af spítalanum. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar. Stefán vildi ekki veita nánari upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem enn eru á gjörgæslu en ákvörðun um að veita ekki slíkar upplýsingar var tekin á fundi í gær. Mikið álag var á sjúkrahúsinu á miðvikudaginn vegna slyssins en að sögn Ólafs Baldurssonar framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum gekk samvinna þeirra sem komu að aðgerðunum vel. „Ljóst er að starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu, skurðdeilda og skurðstofa Landspítala hefur enn einu sinni unnið þrekvirki sem við erum öll stolt af,“ segir Ólafur. Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Sjö farþegar sem voru í hópferðabifreið er hafnaði utan vegar eftir árekstur við fólksbíl í grennd við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag eru enn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Tólf voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar slyssins en einn farþegi var úrskurðaður látinn á slysstað. Í hópferðabifreiðinni voru 44 kínverskir ferðamenn auk bifreiðastjóra og leiðsögumanns. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að af þeim sjö sem enn dveljast á spítala séu fimm á almennum legudeildum en tveir á gjörgæsludeild. Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans staðfesti í samtali við Vísi að líðan sjúklinganna fimm sem ekki eru á gjörgæslu sé nokkuð góð og vonast er til þess að tveir þeirra verði útskrifaðir í dag. Rútubílstjórinn sem ók rútunni er meðal þeirra sem hafa verið útskrifaður af spítalanum. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar. Stefán vildi ekki veita nánari upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem enn eru á gjörgæslu en ákvörðun um að veita ekki slíkar upplýsingar var tekin á fundi í gær. Mikið álag var á sjúkrahúsinu á miðvikudaginn vegna slyssins en að sögn Ólafs Baldurssonar framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum gekk samvinna þeirra sem komu að aðgerðunum vel. „Ljóst er að starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu, skurðdeilda og skurðstofa Landspítala hefur enn einu sinni unnið þrekvirki sem við erum öll stolt af,“ segir Ólafur.
Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15
Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20