Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2017 20:11 Frá vettvangi slyssins í dag. Vísir/Vilhelm Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00