Messi: Var að blóta loftinu en ekki línuverðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 08:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Fátt hefur verið meira rætt í knattspyrnuheiminum síðasta sólarhringinn en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var dæmdur í fyrir orðaskipti sín við aðstoðardómara leiks Argentínu og Síle í undankeppni HM. Messi fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir það sem hann lét út úr sér við aðstoðardómarann á meðan leiknum stóð en var síðan dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir móðgandi og særandi orð sem hann átti að hafa sagt í þessum samskiptum sínum við aðstoðardómarann á hliðarlínunni. Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á móti Síle með marki úr vítaspyrnu. Hann er einn allra besti knattspyrnumaður heims og ekki þekktur fyrir mikinn ruddaskap innan vallar. Dómurinn var engu að síður mjög strangur. Margir í kringum Messi hafa fordæmt þetta bann en það sá til þess að Messi gat ekki spilað á móti Bólivíu í fyrrakvöld þar sem argentínska landsliðið tapaði 2-0. Lionel Messi sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær en það var argentínska blaðið La Nacion sem birti hana. „Ég var aldrei að segja þetta við aðstoðardómarann heldur var ég að tala við loftið,“ sagði Lionel Messi í yfirlýsingu sinni. Argentínumenn hafa brugðist mjög illa við þessum dómi og hafa þegar áfrýjað honum. Þetta eru nefnilega mjög slæmar fréttir fyrir argentínska landsliðið sem hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum og fengið 15 af 18 mögulegum stigum í undankeppninni með Messi en aðeins unnið 1 af 8 leikjum sínum og fengið bara 7 af 24 mögulegum stigum í leikjunum án hans. Argentínska landsliðið á fjóra leiki eftir í undankeppninni og mun Messi missa af þremur þeirra. Argentína er dottið niður í fimmta sæti og er nú án Messi í mikilli hættu á að missa af HM í Rússlandi 2018. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt í knattspyrnuheiminum síðasta sólarhringinn en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var dæmdur í fyrir orðaskipti sín við aðstoðardómara leiks Argentínu og Síle í undankeppni HM. Messi fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir það sem hann lét út úr sér við aðstoðardómarann á meðan leiknum stóð en var síðan dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir móðgandi og særandi orð sem hann átti að hafa sagt í þessum samskiptum sínum við aðstoðardómarann á hliðarlínunni. Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á móti Síle með marki úr vítaspyrnu. Hann er einn allra besti knattspyrnumaður heims og ekki þekktur fyrir mikinn ruddaskap innan vallar. Dómurinn var engu að síður mjög strangur. Margir í kringum Messi hafa fordæmt þetta bann en það sá til þess að Messi gat ekki spilað á móti Bólivíu í fyrrakvöld þar sem argentínska landsliðið tapaði 2-0. Lionel Messi sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær en það var argentínska blaðið La Nacion sem birti hana. „Ég var aldrei að segja þetta við aðstoðardómarann heldur var ég að tala við loftið,“ sagði Lionel Messi í yfirlýsingu sinni. Argentínumenn hafa brugðist mjög illa við þessum dómi og hafa þegar áfrýjað honum. Þetta eru nefnilega mjög slæmar fréttir fyrir argentínska landsliðið sem hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum og fengið 15 af 18 mögulegum stigum í undankeppninni með Messi en aðeins unnið 1 af 8 leikjum sínum og fengið bara 7 af 24 mögulegum stigum í leikjunum án hans. Argentínska landsliðið á fjóra leiki eftir í undankeppninni og mun Messi missa af þremur þeirra. Argentína er dottið niður í fimmta sæti og er nú án Messi í mikilli hættu á að missa af HM í Rússlandi 2018.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
„Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30
Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31
Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57
Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00