Messi: Var að blóta loftinu en ekki línuverðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 08:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Fátt hefur verið meira rætt í knattspyrnuheiminum síðasta sólarhringinn en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var dæmdur í fyrir orðaskipti sín við aðstoðardómara leiks Argentínu og Síle í undankeppni HM. Messi fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir það sem hann lét út úr sér við aðstoðardómarann á meðan leiknum stóð en var síðan dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir móðgandi og særandi orð sem hann átti að hafa sagt í þessum samskiptum sínum við aðstoðardómarann á hliðarlínunni. Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á móti Síle með marki úr vítaspyrnu. Hann er einn allra besti knattspyrnumaður heims og ekki þekktur fyrir mikinn ruddaskap innan vallar. Dómurinn var engu að síður mjög strangur. Margir í kringum Messi hafa fordæmt þetta bann en það sá til þess að Messi gat ekki spilað á móti Bólivíu í fyrrakvöld þar sem argentínska landsliðið tapaði 2-0. Lionel Messi sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær en það var argentínska blaðið La Nacion sem birti hana. „Ég var aldrei að segja þetta við aðstoðardómarann heldur var ég að tala við loftið,“ sagði Lionel Messi í yfirlýsingu sinni. Argentínumenn hafa brugðist mjög illa við þessum dómi og hafa þegar áfrýjað honum. Þetta eru nefnilega mjög slæmar fréttir fyrir argentínska landsliðið sem hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum og fengið 15 af 18 mögulegum stigum í undankeppninni með Messi en aðeins unnið 1 af 8 leikjum sínum og fengið bara 7 af 24 mögulegum stigum í leikjunum án hans. Argentínska landsliðið á fjóra leiki eftir í undankeppninni og mun Messi missa af þremur þeirra. Argentína er dottið niður í fimmta sæti og er nú án Messi í mikilli hættu á að missa af HM í Rússlandi 2018. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt í knattspyrnuheiminum síðasta sólarhringinn en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var dæmdur í fyrir orðaskipti sín við aðstoðardómara leiks Argentínu og Síle í undankeppni HM. Messi fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir það sem hann lét út úr sér við aðstoðardómarann á meðan leiknum stóð en var síðan dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir móðgandi og særandi orð sem hann átti að hafa sagt í þessum samskiptum sínum við aðstoðardómarann á hliðarlínunni. Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á móti Síle með marki úr vítaspyrnu. Hann er einn allra besti knattspyrnumaður heims og ekki þekktur fyrir mikinn ruddaskap innan vallar. Dómurinn var engu að síður mjög strangur. Margir í kringum Messi hafa fordæmt þetta bann en það sá til þess að Messi gat ekki spilað á móti Bólivíu í fyrrakvöld þar sem argentínska landsliðið tapaði 2-0. Lionel Messi sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær en það var argentínska blaðið La Nacion sem birti hana. „Ég var aldrei að segja þetta við aðstoðardómarann heldur var ég að tala við loftið,“ sagði Lionel Messi í yfirlýsingu sinni. Argentínumenn hafa brugðist mjög illa við þessum dómi og hafa þegar áfrýjað honum. Þetta eru nefnilega mjög slæmar fréttir fyrir argentínska landsliðið sem hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum og fengið 15 af 18 mögulegum stigum í undankeppninni með Messi en aðeins unnið 1 af 8 leikjum sínum og fengið bara 7 af 24 mögulegum stigum í leikjunum án hans. Argentínska landsliðið á fjóra leiki eftir í undankeppninni og mun Messi missa af þremur þeirra. Argentína er dottið niður í fimmta sæti og er nú án Messi í mikilli hættu á að missa af HM í Rússlandi 2018.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
„Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30
Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31
Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57
Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00