Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2017 17:30 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. Viðar Örn ræddi við Magnús Má Einarsson á Fótbolta.net og þar segist hann ekki hafa mætt ölvaður til Ítalíu en hafi verið að drekka áður en hann fór út á flugvöll. „Ég átti leik mjög seint á sunnudegi og átti að vera mættur á flugvöllinn klukkan 3 um nóttina. Vinir mínir voru í heimsókn og við fengum okkur örfáa bjóra eftir leikinn. Við mættum á flugvöllinn undir smá áhrifum og þar liggja mistökin hjá mér," sagði Viðar Örn í viðtalinu við fótbolta.net.Sjá einnig:Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn hefur beðist afsökunar á framferði sínum og þá viðurkennir hann að hann hafi verið barnalegur og gert þarna mistök. „Þarna voru 12 tímar mætingu hjá landsliðinu og ég var löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið. Það stendur í fyrirsögn að ég hafi mætt ölvaður til Ítalíu og það er rangt. Það er hins vegar barnalegt og mistök hjá mér að fá mér nokkra drykki rétt áður en ég er að mæta í mjög mikilvægan leik með landsliðinu," sagði Viðar Örn.Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund KSÍ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var spurður um þetta mál á blaðamannafundinum í dag og greindi hann frá því að hann hefði rétt þetta mál við Viðar. „Ég talaði við Heimi um að mér þætti þetta mjög leiðinlegt og baðst innilegrar afsökunar. Ég sagði við hann að þetta myndi ekki koma fyrir aftur," sagði Viðar Örn en það er hægt að lesa allt viðtalið við Viðar hér. Viðar Örn Kjartansson er heitasti framherji íslenska landsliðsins í dag en hann hefur raðað inn mörkum með liði Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. Viðar Örn ræddi við Magnús Má Einarsson á Fótbolta.net og þar segist hann ekki hafa mætt ölvaður til Ítalíu en hafi verið að drekka áður en hann fór út á flugvöll. „Ég átti leik mjög seint á sunnudegi og átti að vera mættur á flugvöllinn klukkan 3 um nóttina. Vinir mínir voru í heimsókn og við fengum okkur örfáa bjóra eftir leikinn. Við mættum á flugvöllinn undir smá áhrifum og þar liggja mistökin hjá mér," sagði Viðar Örn í viðtalinu við fótbolta.net.Sjá einnig:Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn hefur beðist afsökunar á framferði sínum og þá viðurkennir hann að hann hafi verið barnalegur og gert þarna mistök. „Þarna voru 12 tímar mætingu hjá landsliðinu og ég var löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið. Það stendur í fyrirsögn að ég hafi mætt ölvaður til Ítalíu og það er rangt. Það er hins vegar barnalegt og mistök hjá mér að fá mér nokkra drykki rétt áður en ég er að mæta í mjög mikilvægan leik með landsliðinu," sagði Viðar Örn.Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund KSÍ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var spurður um þetta mál á blaðamannafundinum í dag og greindi hann frá því að hann hefði rétt þetta mál við Viðar. „Ég talaði við Heimi um að mér þætti þetta mjög leiðinlegt og baðst innilegrar afsökunar. Ég sagði við hann að þetta myndi ekki koma fyrir aftur," sagði Viðar Örn en það er hægt að lesa allt viðtalið við Viðar hér. Viðar Örn Kjartansson er heitasti framherji íslenska landsliðsins í dag en hann hefur raðað inn mörkum með liði Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14
Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40