Höfðinglegar móttökur á Bessastöðum: „Ég vona að ykkur muni líða vel hér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 19:07 Fimm sýrlenskar fjölskyldur sem setjast munu að í Reykjavík og á Akureyri lentu í Keflavík síðdegis og var vel fagnað við komuna þar sem félags- og jafnréttisráðherra og forsvarsmenn sveitarfélaganna buðu fólkið velkomið. „Við tökum á móti sýrlensku flóttamönnunum með mikilli gleði“ sagði Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra við komu þeirra í dag: „Með því að bjóða þessar fjölskyldur velkomnar til landsins sinnum við ekki aðeins skyldu okkar í samfélagi þjóðanna til að aðstoða þá sem eru í neyð heldur sýnum að sama skapi hvernig samfélag Ísland er.“ Fólkið kemur frá Líbanon þar sem það hefur dvalið síðastliðin þrjú ár eftir að hafa hrakist frá Sýrlandi vegna styrjaldarástandsins þar. Alls eru þetta 22 einstaklingar, níu fullorðnir og þrettán börn. Ein þessara fjölskyldna sest að á Akureyri en hinar í Reykjavík. Bæði sveitarfélögin hafa áður tekið á móti sýrlenskum flóttamönnum; Akureyri í fyrra og Reykjavík árið 2015. Þrjár fjölskyldnanna sem komu í dag eiga ættingja meðal kvótaflóttafólks sem kom hingað í boði stjórnvalda í fyrra.Vonar að fólkinu muni líða vel Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. Hann sagðist vona að fjölskyldunum muni líða vel hér. „Við Íslendingar getum ekki bjargað heiminum, getum ekki tekið á móti öllum sem þurfa að flýja heimili sín. Öflugari ríki verða að stuðla að friði þar sem stríð geisar,“ sagði Guðni. „En við getum samt lagt okkar skerf að mörkum. Boðið öruggt skjól, bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð. Við getum fundið þá skyldu í þeirri kristnu trú sem flestir aðhyllast á Íslandi og ekki síður í upphafsorðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hver maður er borinn frjáls, jafn öðrum af virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.“Enn von á tveimur fjölskyldum Að lokum vitnaði Guðni í orð Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta frá árinu 1933. „Hér á Íslandi viljum við verja sjálfsögð mannréttindi. Jafnrétti kynjanna, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi og ekki síst frelsi frá ótta. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan, eins og Bandaríkjaforseti sagði svo eftirminnilega árið 1933.“ Enn er von á tveimur fjölskyldum úr hópi þeirra flóttamanna sem stjórnvöld hafa þegar boðið til landsins. Að þeim meðtöldum hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 117 sýrlenskum flóttamönnum. Móttaka flóttafólks er samstarfsverkefni stjórnvalda, sveitarfélaga, Rauða krossins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að 65,3 milljónir manna séu á flótta vegna stríðsátaka og ofsókna í heiminum. Þar af er talið að um 4,9 milljónir séu landflótta Sýrlendingar sem dvelja meðal annars í Tyrklandi og Líbanon. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fimm sýrlenskar fjölskyldur sem setjast munu að í Reykjavík og á Akureyri lentu í Keflavík síðdegis og var vel fagnað við komuna þar sem félags- og jafnréttisráðherra og forsvarsmenn sveitarfélaganna buðu fólkið velkomið. „Við tökum á móti sýrlensku flóttamönnunum með mikilli gleði“ sagði Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra við komu þeirra í dag: „Með því að bjóða þessar fjölskyldur velkomnar til landsins sinnum við ekki aðeins skyldu okkar í samfélagi þjóðanna til að aðstoða þá sem eru í neyð heldur sýnum að sama skapi hvernig samfélag Ísland er.“ Fólkið kemur frá Líbanon þar sem það hefur dvalið síðastliðin þrjú ár eftir að hafa hrakist frá Sýrlandi vegna styrjaldarástandsins þar. Alls eru þetta 22 einstaklingar, níu fullorðnir og þrettán börn. Ein þessara fjölskyldna sest að á Akureyri en hinar í Reykjavík. Bæði sveitarfélögin hafa áður tekið á móti sýrlenskum flóttamönnum; Akureyri í fyrra og Reykjavík árið 2015. Þrjár fjölskyldnanna sem komu í dag eiga ættingja meðal kvótaflóttafólks sem kom hingað í boði stjórnvalda í fyrra.Vonar að fólkinu muni líða vel Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. Hann sagðist vona að fjölskyldunum muni líða vel hér. „Við Íslendingar getum ekki bjargað heiminum, getum ekki tekið á móti öllum sem þurfa að flýja heimili sín. Öflugari ríki verða að stuðla að friði þar sem stríð geisar,“ sagði Guðni. „En við getum samt lagt okkar skerf að mörkum. Boðið öruggt skjól, bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð. Við getum fundið þá skyldu í þeirri kristnu trú sem flestir aðhyllast á Íslandi og ekki síður í upphafsorðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hver maður er borinn frjáls, jafn öðrum af virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.“Enn von á tveimur fjölskyldum Að lokum vitnaði Guðni í orð Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta frá árinu 1933. „Hér á Íslandi viljum við verja sjálfsögð mannréttindi. Jafnrétti kynjanna, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi og ekki síst frelsi frá ótta. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan, eins og Bandaríkjaforseti sagði svo eftirminnilega árið 1933.“ Enn er von á tveimur fjölskyldum úr hópi þeirra flóttamanna sem stjórnvöld hafa þegar boðið til landsins. Að þeim meðtöldum hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 117 sýrlenskum flóttamönnum. Móttaka flóttafólks er samstarfsverkefni stjórnvalda, sveitarfélaga, Rauða krossins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að 65,3 milljónir manna séu á flótta vegna stríðsátaka og ofsókna í heiminum. Þar af er talið að um 4,9 milljónir séu landflótta Sýrlendingar sem dvelja meðal annars í Tyrklandi og Líbanon.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira