Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er sjónmengun sem þjónustumiðstöðin hefði í för með sér á upphaflegum stað, á móti fossinum. Vísir/Vilhelm Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum. Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53