Myndinni eytt sem tekin var í búningsklefa World Class Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2017 10:28 Kallað var til lögreglu vegna deilna um mynd sem var tekin í kvennaklefa World Class á Seltjarnarnesi. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Myndin sem tekin í búningsklefa World Class á Seltjarnarnesi í hádeginu var eytt. Vísir greindi frá því í gær að upp úr hefði soðið á milli tveggja kvenna eftir að önnur þeirra tók mynd af sér í spegli búningsklefans. Hin konan fór fram á að konan sem tók myndina myndi eyða henni, enda sást hún fáklædd á myndinni. Konan sem tók myndina hafnaði beiðni hinnar konunnar og var þá farið með málið í afgreiðslu World Class þar sem ákveðið var að kalla til lögreglu. Þegar lögregla kom á vettvang varð niðurstaðan sú að konan sem tók myndina eyddi henni.Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarSkiptir máli hvar myndin er tekin Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að fólk megi deila hverju sem er um eigið líf en aðrar reglur gilda ef fólk birtir eitthvað sem geti falið í sér brot á friðhelgi einkalífs fólks. Helga segir það geta skipt máli hvar myndin sé tekin, og nefnir sem dæmi að munur sé á því hvort mynd sé tekin af fáklæddum einstaklingi í búningsklefa eða í sundlaug. Meta þurfi hvert tilefni sjálfstætt. „Stundum er gott að hafa lagaramma en stundum má eiginlega segja að þess þurfi kannski ekki. Það gefur eiginlega má segja augaleið að það að taka mynd af einstaklingi, til dæmis á nærklæðum einum klæða og ætla að birta slíka mynd á vef fyrir 30 þúsund einstaklinga, þá þarftu að sjálfsögðu að sinna því að einstaklingurinn vilji ekki að myndi fari þangað. Það er alveg ljóst,“ sagði Helga í síðdegisútvarp Rásar 2 í gær. Grunnreglan sé að fá leyfi fyrir myndbirtingunni og sá sem ákveður að birta myndina á samfélagsmiðli beri ábyrgð á myndbirtingunni. Tengdar fréttir Tók sjálfu í kvennaklefanum í World Class og neitaði að eyða henni Upp úr sauð á milli tveggja kvenna í búningsklefa World Class á Seltjarnarnesi í hádeginu í dag. 15. febrúar 2017 14:00 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Myndin sem tekin í búningsklefa World Class á Seltjarnarnesi í hádeginu var eytt. Vísir greindi frá því í gær að upp úr hefði soðið á milli tveggja kvenna eftir að önnur þeirra tók mynd af sér í spegli búningsklefans. Hin konan fór fram á að konan sem tók myndina myndi eyða henni, enda sást hún fáklædd á myndinni. Konan sem tók myndina hafnaði beiðni hinnar konunnar og var þá farið með málið í afgreiðslu World Class þar sem ákveðið var að kalla til lögreglu. Þegar lögregla kom á vettvang varð niðurstaðan sú að konan sem tók myndina eyddi henni.Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarSkiptir máli hvar myndin er tekin Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að fólk megi deila hverju sem er um eigið líf en aðrar reglur gilda ef fólk birtir eitthvað sem geti falið í sér brot á friðhelgi einkalífs fólks. Helga segir það geta skipt máli hvar myndin sé tekin, og nefnir sem dæmi að munur sé á því hvort mynd sé tekin af fáklæddum einstaklingi í búningsklefa eða í sundlaug. Meta þurfi hvert tilefni sjálfstætt. „Stundum er gott að hafa lagaramma en stundum má eiginlega segja að þess þurfi kannski ekki. Það gefur eiginlega má segja augaleið að það að taka mynd af einstaklingi, til dæmis á nærklæðum einum klæða og ætla að birta slíka mynd á vef fyrir 30 þúsund einstaklinga, þá þarftu að sjálfsögðu að sinna því að einstaklingurinn vilji ekki að myndi fari þangað. Það er alveg ljóst,“ sagði Helga í síðdegisútvarp Rásar 2 í gær. Grunnreglan sé að fá leyfi fyrir myndbirtingunni og sá sem ákveður að birta myndina á samfélagsmiðli beri ábyrgð á myndbirtingunni.
Tengdar fréttir Tók sjálfu í kvennaklefanum í World Class og neitaði að eyða henni Upp úr sauð á milli tveggja kvenna í búningsklefa World Class á Seltjarnarnesi í hádeginu í dag. 15. febrúar 2017 14:00 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Tók sjálfu í kvennaklefanum í World Class og neitaði að eyða henni Upp úr sauð á milli tveggja kvenna í búningsklefa World Class á Seltjarnarnesi í hádeginu í dag. 15. febrúar 2017 14:00