Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 14:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var málshefjandi á stofnfundi Framfarafélagsins í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um stofnun félagsins allt frá því að Sigmundur greindi frá tilurð þess um miðja siðustu viku. Félagið var að sögn Sigmundar, sem er fyrsti formaður Framfarafélagsins, stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð stofnar nýtt félagHann hefur þvertekið fyrir að hér sé um að ræða stjórnmálahreyfingu en Sigmundur segist þó vona að aðrir stjórnmálaflokkar nýti sér þær hugmyndir sem komi til með að fæðast á fundum Framfarafélagsins. Yfirskrift erindis Sigmundar í dag var „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“ sem hann sagði vera að taka grundvallarbreytingum. Í erindi sínu leitaði hann svara við því hvað sé að valda þessum breytingum og hvers vegna. „Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ spurði Sigmundur. Leiddi hann sig að þeirri niðurstöðu að stjórnmálin og stjórnmálaflokkar þyrftu að taka grundvallarbreytingum í takt við breytta samfélagsmynd sem einkennist af minni tryggð fólks við stjórnmálaflokka, þróunar upplýsingatækni og þreytu fólks á „kerfisræði.“ Alls hlýddu á annað hundrað manns á erindið, þeirra á meðal Framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson og Vigdís Hauksdóttir ásamt öðrum stjórnmálaforkólfum á borð við Ingu Sæland, Gústaf Níelsson og Sigurður Þ. Ragnarsson.Sjá einnig: Húsfyllir hjá FramfarafélaginuÞá flutti athafnamaðurinn Eyþór Arnalds gestafyrirlestur sem fjallaði um hvernig tækniþróun og ný tækifæri sem henni fylgja muni umbylta daglegu lífi fólks á komandi árum. Fundarstjóri var formaður Landssambands framsóknarkvenna, Anna Kolbrún Árnadóttir. Erindi Sigmundar má sjá í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var málshefjandi á stofnfundi Framfarafélagsins í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um stofnun félagsins allt frá því að Sigmundur greindi frá tilurð þess um miðja siðustu viku. Félagið var að sögn Sigmundar, sem er fyrsti formaður Framfarafélagsins, stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð stofnar nýtt félagHann hefur þvertekið fyrir að hér sé um að ræða stjórnmálahreyfingu en Sigmundur segist þó vona að aðrir stjórnmálaflokkar nýti sér þær hugmyndir sem komi til með að fæðast á fundum Framfarafélagsins. Yfirskrift erindis Sigmundar í dag var „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“ sem hann sagði vera að taka grundvallarbreytingum. Í erindi sínu leitaði hann svara við því hvað sé að valda þessum breytingum og hvers vegna. „Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ spurði Sigmundur. Leiddi hann sig að þeirri niðurstöðu að stjórnmálin og stjórnmálaflokkar þyrftu að taka grundvallarbreytingum í takt við breytta samfélagsmynd sem einkennist af minni tryggð fólks við stjórnmálaflokka, þróunar upplýsingatækni og þreytu fólks á „kerfisræði.“ Alls hlýddu á annað hundrað manns á erindið, þeirra á meðal Framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson og Vigdís Hauksdóttir ásamt öðrum stjórnmálaforkólfum á borð við Ingu Sæland, Gústaf Níelsson og Sigurður Þ. Ragnarsson.Sjá einnig: Húsfyllir hjá FramfarafélaginuÞá flutti athafnamaðurinn Eyþór Arnalds gestafyrirlestur sem fjallaði um hvernig tækniþróun og ný tækifæri sem henni fylgja muni umbylta daglegu lífi fólks á komandi árum. Fundarstjóri var formaður Landssambands framsóknarkvenna, Anna Kolbrún Árnadóttir. Erindi Sigmundar má sjá í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03