Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Anton Egilsson skrifar 27. maí 2017 16:05 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51