Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson virtist vongóður þegar hann mætti til fundar við þingflokk sinn í Valhöll í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira