Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 5,1 prósent í fyrra. vísir/stefán Útlit er fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri, að sögn Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur hefur hins vegar dregist saman tvö ár í röð, meðal annars vegna gengisstyrkingar krónunnar og lokunar markaða í Noregi og Rússlandi. Svavar segir þá undarlegu stöðu blasa við að þrátt fyrir mikla innanlandssölu, en hún jókst um 16,6 prósent á öðrum fjórðungi ársins, og mikinn árangur í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum, þá séu „alvarlegar blikur á lofti varðandi afurðaverð“ í haust. Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 5,1 prósent í fyrra en þá voru flutt út um 2.800 tonn fyrir tæpa tvo milljarða króna. Árið áður dróst útflutningurinn saman um 14,4 prósent. „Þessir markaðir fyrir kjöt sem er ekki upprunatengt, og er þannig háð heimsmarkaðsverði, hafa reynst okkur mjög erfiðir. Við gripum til aðgerða síðasta haust og í vetur en krónan hefur bara haldið áfram að styrkjast.“ Hann bætir við að vonir séu bundnar við ný verkefni á betur borgandi mörkuðum. Erfiðleikarnir í útflutningi hafa valdið töluverðri birgðasöfnun. Til marks um það voru kindakjötsbirgðir um 2.600 tonn um mitt ár sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Eru horfur á að birgðirnar verði um 700 til 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri í upphafi sláturtíðar. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Útlit er fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri, að sögn Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur hefur hins vegar dregist saman tvö ár í röð, meðal annars vegna gengisstyrkingar krónunnar og lokunar markaða í Noregi og Rússlandi. Svavar segir þá undarlegu stöðu blasa við að þrátt fyrir mikla innanlandssölu, en hún jókst um 16,6 prósent á öðrum fjórðungi ársins, og mikinn árangur í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum, þá séu „alvarlegar blikur á lofti varðandi afurðaverð“ í haust. Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 5,1 prósent í fyrra en þá voru flutt út um 2.800 tonn fyrir tæpa tvo milljarða króna. Árið áður dróst útflutningurinn saman um 14,4 prósent. „Þessir markaðir fyrir kjöt sem er ekki upprunatengt, og er þannig háð heimsmarkaðsverði, hafa reynst okkur mjög erfiðir. Við gripum til aðgerða síðasta haust og í vetur en krónan hefur bara haldið áfram að styrkjast.“ Hann bætir við að vonir séu bundnar við ný verkefni á betur borgandi mörkuðum. Erfiðleikarnir í útflutningi hafa valdið töluverðri birgðasöfnun. Til marks um það voru kindakjötsbirgðir um 2.600 tonn um mitt ár sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Eru horfur á að birgðirnar verði um 700 til 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri í upphafi sláturtíðar.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira