Ofbeldisverkin í Téténíu: Klerkar hóta „maklegum málagjöldum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 17:51 Andlegur leiðtogi Téténíu, Salah-haji Mezhiev, hótaði blaðamönnum refsingu. Hann sést hér virða fyrir sér minnismerki í Grozny, höfuðborg Téténíu. Vísir/AFP Talsmenn rússneska fjölmiðilsins Novaya Gazeta segjast uggandi yfir ákalli téténskra múslima um „makleg málagjöld“ eftir að blaðið flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum mönnum í Téténíu. BBC greinir frá. Múslimskir klerkar hittust í byrjun apríl, tveimur dögum eftir að fréttirnar birtust, og ályktuðu að fréttaflutningurinn hefði verið vanvirðing við trú þeirra og heiður karlmanna í Téténíu. „Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktuninni og áttu klerkarnir þar við blaðamennina sem fluttu fréttir af málinu. Þetta staðfesti andlegur leiðtogi Téténa, Salah-haji Mezhiev. „Allah mun refsa þeim sem rægja téténsku þjóðina og presta téténska lýðveldisins,“ bætti hann við.Ritstjóri blaðsins ætlar að halda ótrauður áfram „Við hvetjum rússnesk yfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir gjörðir, sem miða að því að egna hatur og fjandskap í garð blaðamanna,“ sagði í yfirlýsingu frá Novaya Gazeta. Þá var einnig haft eftir talsmönnum blaðsins að ályktun klerkanna væri til jafns við „hefndaraðgerð gegn blaðamannastéttinni.“ Ritstjóri Novaya Gazeta, Dmitry Muratov, sagði að blaðamenn hans myndu halda áfram að rannsaka mannréttindabrotin í Téténíu. „Við móðguðum hvorki, né höfðum í hyggju að móðga, téténsku þjóðina,“ skrifaði hann. Téténar hafa verið nefndir í tengslum við tvö morð á blaðamönnum Novaya Gazeta, Önnu Politkovskaya og Nataliu Estemirova, sem rannsökuðu glæpi á svæðinu.Talið er að yfir hundrað manns hafi verið í haldi í Téténíu á grundvelli kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum. Fordómar í garð samkynhneigðra eru áberandi í téténsku samfélagi en talsmaður forseta Téténíu, Ramzan Kadyrov, hefur hafnað því alfarið að samkynhneigða sé yfir höfuð að finna í héraðinu. Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Talsmenn rússneska fjölmiðilsins Novaya Gazeta segjast uggandi yfir ákalli téténskra múslima um „makleg málagjöld“ eftir að blaðið flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum mönnum í Téténíu. BBC greinir frá. Múslimskir klerkar hittust í byrjun apríl, tveimur dögum eftir að fréttirnar birtust, og ályktuðu að fréttaflutningurinn hefði verið vanvirðing við trú þeirra og heiður karlmanna í Téténíu. „Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktuninni og áttu klerkarnir þar við blaðamennina sem fluttu fréttir af málinu. Þetta staðfesti andlegur leiðtogi Téténa, Salah-haji Mezhiev. „Allah mun refsa þeim sem rægja téténsku þjóðina og presta téténska lýðveldisins,“ bætti hann við.Ritstjóri blaðsins ætlar að halda ótrauður áfram „Við hvetjum rússnesk yfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir gjörðir, sem miða að því að egna hatur og fjandskap í garð blaðamanna,“ sagði í yfirlýsingu frá Novaya Gazeta. Þá var einnig haft eftir talsmönnum blaðsins að ályktun klerkanna væri til jafns við „hefndaraðgerð gegn blaðamannastéttinni.“ Ritstjóri Novaya Gazeta, Dmitry Muratov, sagði að blaðamenn hans myndu halda áfram að rannsaka mannréttindabrotin í Téténíu. „Við móðguðum hvorki, né höfðum í hyggju að móðga, téténsku þjóðina,“ skrifaði hann. Téténar hafa verið nefndir í tengslum við tvö morð á blaðamönnum Novaya Gazeta, Önnu Politkovskaya og Nataliu Estemirova, sem rannsökuðu glæpi á svæðinu.Talið er að yfir hundrað manns hafi verið í haldi í Téténíu á grundvelli kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum. Fordómar í garð samkynhneigðra eru áberandi í téténsku samfélagi en talsmaður forseta Téténíu, Ramzan Kadyrov, hefur hafnað því alfarið að samkynhneigða sé yfir höfuð að finna í héraðinu.
Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31
Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36