Ofbeldisverkin í Téténíu: Klerkar hóta „maklegum málagjöldum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 17:51 Andlegur leiðtogi Téténíu, Salah-haji Mezhiev, hótaði blaðamönnum refsingu. Hann sést hér virða fyrir sér minnismerki í Grozny, höfuðborg Téténíu. Vísir/AFP Talsmenn rússneska fjölmiðilsins Novaya Gazeta segjast uggandi yfir ákalli téténskra múslima um „makleg málagjöld“ eftir að blaðið flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum mönnum í Téténíu. BBC greinir frá. Múslimskir klerkar hittust í byrjun apríl, tveimur dögum eftir að fréttirnar birtust, og ályktuðu að fréttaflutningurinn hefði verið vanvirðing við trú þeirra og heiður karlmanna í Téténíu. „Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktuninni og áttu klerkarnir þar við blaðamennina sem fluttu fréttir af málinu. Þetta staðfesti andlegur leiðtogi Téténa, Salah-haji Mezhiev. „Allah mun refsa þeim sem rægja téténsku þjóðina og presta téténska lýðveldisins,“ bætti hann við.Ritstjóri blaðsins ætlar að halda ótrauður áfram „Við hvetjum rússnesk yfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir gjörðir, sem miða að því að egna hatur og fjandskap í garð blaðamanna,“ sagði í yfirlýsingu frá Novaya Gazeta. Þá var einnig haft eftir talsmönnum blaðsins að ályktun klerkanna væri til jafns við „hefndaraðgerð gegn blaðamannastéttinni.“ Ritstjóri Novaya Gazeta, Dmitry Muratov, sagði að blaðamenn hans myndu halda áfram að rannsaka mannréttindabrotin í Téténíu. „Við móðguðum hvorki, né höfðum í hyggju að móðga, téténsku þjóðina,“ skrifaði hann. Téténar hafa verið nefndir í tengslum við tvö morð á blaðamönnum Novaya Gazeta, Önnu Politkovskaya og Nataliu Estemirova, sem rannsökuðu glæpi á svæðinu.Talið er að yfir hundrað manns hafi verið í haldi í Téténíu á grundvelli kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum. Fordómar í garð samkynhneigðra eru áberandi í téténsku samfélagi en talsmaður forseta Téténíu, Ramzan Kadyrov, hefur hafnað því alfarið að samkynhneigða sé yfir höfuð að finna í héraðinu. Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Talsmenn rússneska fjölmiðilsins Novaya Gazeta segjast uggandi yfir ákalli téténskra múslima um „makleg málagjöld“ eftir að blaðið flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum mönnum í Téténíu. BBC greinir frá. Múslimskir klerkar hittust í byrjun apríl, tveimur dögum eftir að fréttirnar birtust, og ályktuðu að fréttaflutningurinn hefði verið vanvirðing við trú þeirra og heiður karlmanna í Téténíu. „Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktuninni og áttu klerkarnir þar við blaðamennina sem fluttu fréttir af málinu. Þetta staðfesti andlegur leiðtogi Téténa, Salah-haji Mezhiev. „Allah mun refsa þeim sem rægja téténsku þjóðina og presta téténska lýðveldisins,“ bætti hann við.Ritstjóri blaðsins ætlar að halda ótrauður áfram „Við hvetjum rússnesk yfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir gjörðir, sem miða að því að egna hatur og fjandskap í garð blaðamanna,“ sagði í yfirlýsingu frá Novaya Gazeta. Þá var einnig haft eftir talsmönnum blaðsins að ályktun klerkanna væri til jafns við „hefndaraðgerð gegn blaðamannastéttinni.“ Ritstjóri Novaya Gazeta, Dmitry Muratov, sagði að blaðamenn hans myndu halda áfram að rannsaka mannréttindabrotin í Téténíu. „Við móðguðum hvorki, né höfðum í hyggju að móðga, téténsku þjóðina,“ skrifaði hann. Téténar hafa verið nefndir í tengslum við tvö morð á blaðamönnum Novaya Gazeta, Önnu Politkovskaya og Nataliu Estemirova, sem rannsökuðu glæpi á svæðinu.Talið er að yfir hundrað manns hafi verið í haldi í Téténíu á grundvelli kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum. Fordómar í garð samkynhneigðra eru áberandi í téténsku samfélagi en talsmaður forseta Téténíu, Ramzan Kadyrov, hefur hafnað því alfarið að samkynhneigða sé yfir höfuð að finna í héraðinu.
Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31
Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent