Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2017 08:15 Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir eiga kaupstefnu við Skrælingja. Myndin er úr norskri útgáfu Flateyjarbókar og er eftir myndlistarmanninn Anders Kvåle Rue. Mynd/Anders Kvåle Rue. Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. Í frásögnum af lifnaðarháttum indíánanna leynast einnig vísbendingar sem geta hjálpað mönnum að átta sig á af hvaða ættbálki þeir voru og þar með hvar Vínland var. Um þetta er fjallað í næsta þætti Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld sem ber heitið: Guðríður Þorbjarnardóttir. Í frásögn Grænlendinga sögu af annarri Vínlandsferðnni, leiðangri Þorvalds Eiríkssonar, bróður Leifs heppna, er sagt frá fyrstu samskiptum víkinga og indíána „..sjá þar húðkeipa þrjá og þrjá menn undir hverjum.“ Sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace lýsir því í þættinum að þetta sé vísbending því notkun skinnbáta hafi verið bundin við afmörkuð svæði. Hún bendir á að Mikmaq-indíánar hafi notað slíka báta en þeir bjuggu jafnframt á svæði þar sem vínviður óx. Birgitta Wallace var meðal þeirra fornleifafræðinga sem rannsökuðu búðatóftirnar á Nýfundnalandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þessi fyrstu samskipti norrænna manna og indíána byrjuðu raunar ekki vel því það fyrsta sem Þorvaldur og menn hans gerðu var að drepa þá. Einn þeirra komst undan lifandi og skömmu síðar fjölmenntu indíánar til hefnda á ótal húðkeipum og skutu á víkingana. Þorvaldur fékk ör í sig og lést af sárum sínum. Í þriðja Vínlandsleiðangrinum, ferð Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, gengu samskiptin friðsamlega til að byrja með „..og tóku kaupstefnu sín á millum og vildi það fólk helst kaupa rautt klæði. Þeir vildu og kaupa sverð og spjót en það bönnuðu þeir Karlsefni,“ segir í Eiríks sögu rauða.Þeir Howard Augustine og George Paul sýna í Landnemunum hvar víkingarnir frá Íslandi gætu hafa fundið vínvið á svæði Mikmaq-indíána í New Brunswick.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Söluvörur innfæddra og ákafi þeirra í viðskipti eru einnig vísbendingar „..það var grávara og safali og alls konar skinnavara..,“ segir Grænlendinga saga. Í viðtölum í þættinum við Mikmaq-indíána kemur fram að þetta var einmitt ríkt meðal Mikmaq-fólksins, að stunda vöruskipti við aðra þjóðflokka, þar á meðal við Inúíta í norðri, og þeirra helstu vörur voru dýraskinn af ýmsu tagi. Í þættinum verður heilsað upp á Mikmaq-indíána við Miramichi-ána í New Brunswick en þar er rekin menningarmiðstöð þar sem kynnast má sögu þeirra. Þar telur Birgitta Wallace að hafi verið sá staður sem nefndur var Hóp í fornsögunum og þar hafi Vínland verið.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Hún er í dag auglýst sem ein besta laxveiðiá heims og staðhæft að ekkert vatnasvæði fóstri jafnmikið af Atlantshafslaxi og þetta. Hver lækur var þar fullur af fiskum og stærri lax en þeir höfðu áður séð, segir í fornsögunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Víkingarnir gætu hafa kynnst nokkrum ættbálkum frumbyggja, eins og Beothuks og Inúítum. Nyrst á Nýfundnalandi eru einu staðfestu minjarnar um veru norrænna manna á austurströnd í Ameríku í kringum árið 1000 en á þeim tíma bjuggu Beothuks-indíánar á sunnan- og austanverðu Nýfundnalandi. Örlög þeirra urðu hins vegar hörmuleg. Með landnámi Breta og Frakka á Nýfundnalandi á sautjándu og átjándu öld misstu þeir búsvæði sín, lentu í átökum við evrópska innflytjendur, veiktust af sjúkómum þeirra og dóu endanlega út snemma á nítjándu öld. Þá notuðu norrænir menn á miðöldum nafnið Skrælingjar einnig um Inúíta á Grænlandi.Frá norrænu búðatóftunum á Nýfundnalandi. Aldursgreiningar benda til að þær hafi verið byggðar í kringum árið 1000, á þeim tíma sem fornsögurnar segja að Leifur Eiríksson hafi siglt til Vínlands. Safnbygging L'Anse aux Meadows sést fjær undir klettunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Landnemarnir eru á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19.20, í opinni dagskrá strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti geta séð hann kl. 17.00 í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Norski myndlistarmaðurinn lifir sig inn í fornsögurnar Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? 31. október 2015 20:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. Í frásögnum af lifnaðarháttum indíánanna leynast einnig vísbendingar sem geta hjálpað mönnum að átta sig á af hvaða ættbálki þeir voru og þar með hvar Vínland var. Um þetta er fjallað í næsta þætti Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld sem ber heitið: Guðríður Þorbjarnardóttir. Í frásögn Grænlendinga sögu af annarri Vínlandsferðnni, leiðangri Þorvalds Eiríkssonar, bróður Leifs heppna, er sagt frá fyrstu samskiptum víkinga og indíána „..sjá þar húðkeipa þrjá og þrjá menn undir hverjum.“ Sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace lýsir því í þættinum að þetta sé vísbending því notkun skinnbáta hafi verið bundin við afmörkuð svæði. Hún bendir á að Mikmaq-indíánar hafi notað slíka báta en þeir bjuggu jafnframt á svæði þar sem vínviður óx. Birgitta Wallace var meðal þeirra fornleifafræðinga sem rannsökuðu búðatóftirnar á Nýfundnalandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þessi fyrstu samskipti norrænna manna og indíána byrjuðu raunar ekki vel því það fyrsta sem Þorvaldur og menn hans gerðu var að drepa þá. Einn þeirra komst undan lifandi og skömmu síðar fjölmenntu indíánar til hefnda á ótal húðkeipum og skutu á víkingana. Þorvaldur fékk ör í sig og lést af sárum sínum. Í þriðja Vínlandsleiðangrinum, ferð Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, gengu samskiptin friðsamlega til að byrja með „..og tóku kaupstefnu sín á millum og vildi það fólk helst kaupa rautt klæði. Þeir vildu og kaupa sverð og spjót en það bönnuðu þeir Karlsefni,“ segir í Eiríks sögu rauða.Þeir Howard Augustine og George Paul sýna í Landnemunum hvar víkingarnir frá Íslandi gætu hafa fundið vínvið á svæði Mikmaq-indíána í New Brunswick.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Söluvörur innfæddra og ákafi þeirra í viðskipti eru einnig vísbendingar „..það var grávara og safali og alls konar skinnavara..,“ segir Grænlendinga saga. Í viðtölum í þættinum við Mikmaq-indíána kemur fram að þetta var einmitt ríkt meðal Mikmaq-fólksins, að stunda vöruskipti við aðra þjóðflokka, þar á meðal við Inúíta í norðri, og þeirra helstu vörur voru dýraskinn af ýmsu tagi. Í þættinum verður heilsað upp á Mikmaq-indíána við Miramichi-ána í New Brunswick en þar er rekin menningarmiðstöð þar sem kynnast má sögu þeirra. Þar telur Birgitta Wallace að hafi verið sá staður sem nefndur var Hóp í fornsögunum og þar hafi Vínland verið.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Hún er í dag auglýst sem ein besta laxveiðiá heims og staðhæft að ekkert vatnasvæði fóstri jafnmikið af Atlantshafslaxi og þetta. Hver lækur var þar fullur af fiskum og stærri lax en þeir höfðu áður séð, segir í fornsögunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Víkingarnir gætu hafa kynnst nokkrum ættbálkum frumbyggja, eins og Beothuks og Inúítum. Nyrst á Nýfundnalandi eru einu staðfestu minjarnar um veru norrænna manna á austurströnd í Ameríku í kringum árið 1000 en á þeim tíma bjuggu Beothuks-indíánar á sunnan- og austanverðu Nýfundnalandi. Örlög þeirra urðu hins vegar hörmuleg. Með landnámi Breta og Frakka á Nýfundnalandi á sautjándu og átjándu öld misstu þeir búsvæði sín, lentu í átökum við evrópska innflytjendur, veiktust af sjúkómum þeirra og dóu endanlega út snemma á nítjándu öld. Þá notuðu norrænir menn á miðöldum nafnið Skrælingjar einnig um Inúíta á Grænlandi.Frá norrænu búðatóftunum á Nýfundnalandi. Aldursgreiningar benda til að þær hafi verið byggðar í kringum árið 1000, á þeim tíma sem fornsögurnar segja að Leifur Eiríksson hafi siglt til Vínlands. Safnbygging L'Anse aux Meadows sést fjær undir klettunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Landnemarnir eru á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19.20, í opinni dagskrá strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti geta séð hann kl. 17.00 í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Norski myndlistarmaðurinn lifir sig inn í fornsögurnar Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? 31. október 2015 20:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00
Norski myndlistarmaðurinn lifir sig inn í fornsögurnar Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? 31. október 2015 20:30