Ný Flateyjarbók kynnt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2015 10:45 Torgrim Titlestad, prófessor við Stavangerháskóla, sonur hans Bård Titlestad, forstjóri SagaBok, Anders Kvåle Rue myndlistarmaður og Anders Hansen, framkvæmdastjóri Lærdómssetursins Leirubakka. Vísir/Vilhelm Út eru komin tvö bindi af sjö í nýrri norskri útgáfu á Flateyjarbók. Þau prýðir málverk eftir norska myndlistarmanninn Anders Kvåle Rue. Bækurnar eru bundnar í skinn og hvort bindi er milli 400 og 500 blaðsíður. Anders Hansen, framkvæmdastjóri Lærdómssetursins á Leirubakka í Landsveit er meðal þeirra sem standa að kynningu á verkinu í húsi Íslenskrar erfðagreiningar í dag klukkan 16.30.Svona sér Anders Kvåle Rue fyrir sér að Ingólfur Arnarson hafi komið að öndvegissúlum sínum í Reykjavík.Teikning/Anders Kvåle Rue„Það er mikill áhugi í Noregi á þessu verki,“ segir Anders og kveðst vænta þess að bækurnar verði til sölu hér á landi. „Svo hefur komið til tals að gefa Flateyjarbók út á íslensku aftur og nota þá nýju myndskreytingarnar. Hún kom síðast út á íslensku 1944-6 og er ekki fáanleg lengur,“ lýsir Anders. Lærdómssetrið á Leirubakka hefur haldið nokkrar ráðstefnur um norræn fræði og verið í samstarfi við háskólann í Stavanger. „Við höfum fengið nemendur þaðan sem hafa verið allt að hálfan mánuð í kúrsum sem bæði íslenskir og norskir prófessorar hafa kennt,“ lýsir Anders. Hann segir þess getið í stofnskrá setursins að Ísland sé síðasta landið sem byggðist í Evrópu og íslenska þjóðin sú nýjasta. Athygli starfseminnar beinist að því hvernig mannlíf þróist í nýju landi. Flateyjarbók sé ein heimildanna um það.Dagskráin í Fróða í dag í húsi Íslenskrar erfðagreiningar: Í Fróða flytja ávörp Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Torgrim Titlestad prófessor í Stavangri, Anders Kvåle Rue myndlistarmaður og Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs á Íslandi. Kynning verður á Jóni Hákonarsyni í Víðidalstungu sem lét gera bókina upphaflega í lok 14. aldar. Að fundi loknum verða veitingar í boði norska sendiráðsins og Hallvard T. Björgum, einn kunnasti fiðluleikari Noregs, leikur á hina fornu Harðangursfiðlu. Sýning er á listaverkunum sem prýða hina nýju útgáfu. Menning Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Út eru komin tvö bindi af sjö í nýrri norskri útgáfu á Flateyjarbók. Þau prýðir málverk eftir norska myndlistarmanninn Anders Kvåle Rue. Bækurnar eru bundnar í skinn og hvort bindi er milli 400 og 500 blaðsíður. Anders Hansen, framkvæmdastjóri Lærdómssetursins á Leirubakka í Landsveit er meðal þeirra sem standa að kynningu á verkinu í húsi Íslenskrar erfðagreiningar í dag klukkan 16.30.Svona sér Anders Kvåle Rue fyrir sér að Ingólfur Arnarson hafi komið að öndvegissúlum sínum í Reykjavík.Teikning/Anders Kvåle Rue„Það er mikill áhugi í Noregi á þessu verki,“ segir Anders og kveðst vænta þess að bækurnar verði til sölu hér á landi. „Svo hefur komið til tals að gefa Flateyjarbók út á íslensku aftur og nota þá nýju myndskreytingarnar. Hún kom síðast út á íslensku 1944-6 og er ekki fáanleg lengur,“ lýsir Anders. Lærdómssetrið á Leirubakka hefur haldið nokkrar ráðstefnur um norræn fræði og verið í samstarfi við háskólann í Stavanger. „Við höfum fengið nemendur þaðan sem hafa verið allt að hálfan mánuð í kúrsum sem bæði íslenskir og norskir prófessorar hafa kennt,“ lýsir Anders. Hann segir þess getið í stofnskrá setursins að Ísland sé síðasta landið sem byggðist í Evrópu og íslenska þjóðin sú nýjasta. Athygli starfseminnar beinist að því hvernig mannlíf þróist í nýju landi. Flateyjarbók sé ein heimildanna um það.Dagskráin í Fróða í dag í húsi Íslenskrar erfðagreiningar: Í Fróða flytja ávörp Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Torgrim Titlestad prófessor í Stavangri, Anders Kvåle Rue myndlistarmaður og Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs á Íslandi. Kynning verður á Jóni Hákonarsyni í Víðidalstungu sem lét gera bókina upphaflega í lok 14. aldar. Að fundi loknum verða veitingar í boði norska sendiráðsins og Hallvard T. Björgum, einn kunnasti fiðluleikari Noregs, leikur á hina fornu Harðangursfiðlu. Sýning er á listaverkunum sem prýða hina nýju útgáfu.
Menning Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira