Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn í fremstu víglínu hjá Molde sem vann 2-1 sigur á Odd í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Sigurinn var kærkominn fyrir Molde sem hafði tapað tveimur leikjum í röð áður en að leiknum í kvöld kom.
Björn Bergmann og félagar eru í 4. sæti deildarinnar með 34 stig, þremur stigum frá 3. sætinu sem gefur sæti í Evrópudeildinni.
Elías Már Ómarsson lék síðustu 14 mínúturnar þegar IFK Göteborg laut í lægra haldi fyrir Djurgården, 1-3, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Göteborg, sem hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum, er í 10. sæti deildarinnar.
Björn Bergmann og félagar komnir aftur á sigurbraut
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn

Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

