„Sjálfstæðisflokkurinn séð það mun svartara" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2017 21:00 Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista. Þá ákvað Samfylkingin í dag að kjósa í fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðismenn á fjölmenntu á Hilton Reykjavík Nordica í hádeginu í dag þar sem helstu forrystumenn flokksins fluttu ræður. Fráfarandi forsætisráðherra og formaður flokksins, segir að ný forrysta verði ekki kosin fyrir komandi kosningar. „Við ætlum ekki að endurkjósa forrystuna þannig það kemur í hlut okkar Áslaugar Örnu að leiða. Ég hef beðið hana um að ganga í spor varaformanns ásamt því að vera ritari flokksins," segir Bjarni Benediktsson. Útlit er fyrir uppstillingu á lista í flestum kjördæmum. „Allir ætla að gefa kosta á sér. Víðast verður uppstilling en þetta er allt að skýrast," segir Bjarni. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september er Vinstrihreyfingin - Grænt framboð stærsti flokkur landsins og mælist með 30% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist minni með 29% fylgi. Bjarni telur stöðuna samt sem áður galopna. „Ég tek eftir því að það er innan við helmingur sem er spurður sem tekur afstöðu þannig mér finnst staðan kannski vera galopin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú séð það mun svartara oft áður," segir hann. Bjarni útilokar ekki ekkert samstarf. „Ég hef verið reiðubúinn að starfa með öllum flokkum og reiðubúinn að gera málamiðlanir. En mér finnst að aðrir hafa verið duglegir í því að þrengja kostina," segir hann. Fráfarandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja kosningabaráttuna upp á hærra plan, sérstaklega í ljósi þess að skammur tími er til stefnu. „Ég vona að við getum þá farið að ræða málefni og stjórnmál, hvað flokkar ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Mig langar að ræða það og ég vona að kosningabaráttan verði um það. En ekki á einhverju lægra plani," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Kosningabaráttan hófst hjá fleiri flokkum í dag en kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að kosið verður í efstu fjögur sætin á fundi kjördæmisráðs um næstu helgi. Flokksmenn í kjördæminu eiga atkvæðisrétt og er framboðsfrestur fram að fundinum. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista. Þá ákvað Samfylkingin í dag að kjósa í fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðismenn á fjölmenntu á Hilton Reykjavík Nordica í hádeginu í dag þar sem helstu forrystumenn flokksins fluttu ræður. Fráfarandi forsætisráðherra og formaður flokksins, segir að ný forrysta verði ekki kosin fyrir komandi kosningar. „Við ætlum ekki að endurkjósa forrystuna þannig það kemur í hlut okkar Áslaugar Örnu að leiða. Ég hef beðið hana um að ganga í spor varaformanns ásamt því að vera ritari flokksins," segir Bjarni Benediktsson. Útlit er fyrir uppstillingu á lista í flestum kjördæmum. „Allir ætla að gefa kosta á sér. Víðast verður uppstilling en þetta er allt að skýrast," segir Bjarni. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september er Vinstrihreyfingin - Grænt framboð stærsti flokkur landsins og mælist með 30% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist minni með 29% fylgi. Bjarni telur stöðuna samt sem áður galopna. „Ég tek eftir því að það er innan við helmingur sem er spurður sem tekur afstöðu þannig mér finnst staðan kannski vera galopin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú séð það mun svartara oft áður," segir hann. Bjarni útilokar ekki ekkert samstarf. „Ég hef verið reiðubúinn að starfa með öllum flokkum og reiðubúinn að gera málamiðlanir. En mér finnst að aðrir hafa verið duglegir í því að þrengja kostina," segir hann. Fráfarandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja kosningabaráttuna upp á hærra plan, sérstaklega í ljósi þess að skammur tími er til stefnu. „Ég vona að við getum þá farið að ræða málefni og stjórnmál, hvað flokkar ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Mig langar að ræða það og ég vona að kosningabaráttan verði um það. En ekki á einhverju lægra plani," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Kosningabaráttan hófst hjá fleiri flokkum í dag en kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að kosið verður í efstu fjögur sætin á fundi kjördæmisráðs um næstu helgi. Flokksmenn í kjördæminu eiga atkvæðisrétt og er framboðsfrestur fram að fundinum.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira