Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2017 21:00 Finnbjörn Bjarnason í flugturninum á Bíldudalsflugvelli. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bíldudalsflugvöllur hefur fengið nýtt hlutverk sem alþjóðavöllur. Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda þar reglulega. Í fréttum Stöðvar 2 var fylgst með því þegar Finnbjörn Bjarnason, flugvallarvörður á Bíldudal, afgreiddi norska flugvél. Það vakti athygli á dögunum að flugvél Ernis í innanlandsflugi þurfti að fljúga biðflugshring yfir Bíldudalsflugvelli vegna erlendrar flugvélar. Það er helst að Íslendingar lendi í biðflugi að Heathrow-flugvelli Lundúna en á Bíldudal var norska vélin komin á undan í aðflugið sem olli því að vél Ernis þurfti að fljúga einn aukahring.Frá Bíldudalsflugvelli. Flugvél Ernis til vinstri en norska vélin er til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér, mátti heyra radíósamskipti Finnbjörns flugvallarvarðar við norska flugstjórann á ensku en Finnbjörn veitti þar norsku vélinni flugheimild til að fljúga í 21.000 feta hæð til Egilsstaða. Finnbjörn Bjarnason, flugvallarvörður á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norskar flugvélar fóru í fyrravor að venja komur sínar til Bíldudals vegna fiskeldis, að sögn Finnbjörns. Þær koma nú reglulega á þriggja vikna fresti frá Norður-Noregi vegna áhafnaskipta á þjónustubát. Þær millilenda á Egilsstöðum til tollafgreiðslu þar sem Bíldudalsflugvöllur hefur ekki formlega stöðu alþjóðaflugvallar. Dæmi um þá grósku sem laxeldið er að skapa í atvinnumálum á Vestfjörðum mátti sjá á Tálknafirði í síðustu viku þegar Arnarlax fagnaði komu stærsta og fullkomnasta fóðurpramma landsins. Stöð 2 sýndi beint frá mótttökunni en hér má sjá útsendinguna. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Bíldudalsflugvöllur hefur fengið nýtt hlutverk sem alþjóðavöllur. Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda þar reglulega. Í fréttum Stöðvar 2 var fylgst með því þegar Finnbjörn Bjarnason, flugvallarvörður á Bíldudal, afgreiddi norska flugvél. Það vakti athygli á dögunum að flugvél Ernis í innanlandsflugi þurfti að fljúga biðflugshring yfir Bíldudalsflugvelli vegna erlendrar flugvélar. Það er helst að Íslendingar lendi í biðflugi að Heathrow-flugvelli Lundúna en á Bíldudal var norska vélin komin á undan í aðflugið sem olli því að vél Ernis þurfti að fljúga einn aukahring.Frá Bíldudalsflugvelli. Flugvél Ernis til vinstri en norska vélin er til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér, mátti heyra radíósamskipti Finnbjörns flugvallarvarðar við norska flugstjórann á ensku en Finnbjörn veitti þar norsku vélinni flugheimild til að fljúga í 21.000 feta hæð til Egilsstaða. Finnbjörn Bjarnason, flugvallarvörður á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norskar flugvélar fóru í fyrravor að venja komur sínar til Bíldudals vegna fiskeldis, að sögn Finnbjörns. Þær koma nú reglulega á þriggja vikna fresti frá Norður-Noregi vegna áhafnaskipta á þjónustubát. Þær millilenda á Egilsstöðum til tollafgreiðslu þar sem Bíldudalsflugvöllur hefur ekki formlega stöðu alþjóðaflugvallar. Dæmi um þá grósku sem laxeldið er að skapa í atvinnumálum á Vestfjörðum mátti sjá á Tálknafirði í síðustu viku þegar Arnarlax fagnaði komu stærsta og fullkomnasta fóðurpramma landsins. Stöð 2 sýndi beint frá mótttökunni en hér má sjá útsendinguna.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira