Sif: Gátum nýtt okkar líkamlega styrk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2017 19:16 Sif lék sinn 58. landsleik í dag. vísir/epa Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik. Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik.
Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45