Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis 5. maí 2017 07:00 Formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis Vísir/GVA „Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira