Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis 5. maí 2017 07:00 Formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis Vísir/GVA „Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira