Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis 5. maí 2017 07:00 Formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis Vísir/GVA „Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
„Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira