Moore segir Bandaríkjamenn hafa hafnað guði Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 16:51 Moore var afar umdeildur jafnvel áður en hann var sakaður um kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur. Hann hafði sagt að múslimar gætu ekki tekið sæti á Bandaríkjaþingi og neitaði að viðurkenna dóm Hæstaréttar sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Vísir/AFP Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00
Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30
Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57