Lífeindafræðingar orðið fyrir líkamstjóni vegna myglu Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Lífeindafræðingar á samstöðufundi 2012. Skort hefur á nýliðun í stéttinni. vísir/gva Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent