Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. desember 2017 12:00 Uppnám ríkir innan Borgarleikhússins eftir að Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni fyrirvaralaust frá störfum. Neyðarástand ríkir nú í Borgarleikhúsinu og er búið að taka leiksýninguna Medeu, sem til stóð að frumsýna 29. desember næstkomandi, úr sölu. Ástæðan er sú að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri vék Atla Rafni Sigurðarsyni leikara, sem fer með burðarhlutverk í verkinu, fyrirvaralaust frá húsinu. Samkvæmt heimildum Vísis mun ástæða brottvikningarinnar vera ásakanir sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af málsaðilum, þeim Kristínu né Atla Rafni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vísir gerði tilraun til að kaupa miða á Medeu en svör í miðasölu voru eftirfarandi: „Það er búið að loka fyrir sölu eins og er.“Verður ekki hægt að komast á sýninguna um jólin? „Ég býst ekki við því eins og er. Það gæti verið að þessu verði frestað. Það verður fundað í dag,“ sagði konan í miðasölu Borgarleikhússins.Mikil óvissa og málið viðkvæmt Ekki hefur heldur tekist að ná í Birnu Hafstein, formann Leikarafélagsins, vegna málsins. Sömuleiðis hefur Vignir Egill Vigfússon, markaðsfulltrúi leikhússins, ekki svarað símtölum. Þá hefur markaðsstjóri Borgarleikhússins, María Hrund Marinósdóttir, ekki svarað símtölum Vísis. Ljóst er að málið er afar viðkvæmt. Eftir því sem næst verður komist var Atla Rafni ekki gefinn kostur á að grípa til varna. Hann mun nú vera að skoða sinn rétt þar sem hann telur málsmeðferðina óboðlega og tildrögin óljós. Stjórnendur leikhússins vísa hins vegar til þess að það sé sjálfseignastofnun og þurfi því ekki að fara eftir þeim verkferlum sem opinberar stofnanir þurfa að hlíta. Óvissa ríkir innan leikhússin. Starfsfólki er kunnugt um uppsögnina en þeim mun hins vegar ekki hafa verið gerð grein fyrir því í hverju ásakanirnar á hendur Atla Rafni felast.Verkefnastaðan í fullkomnu uppnámi Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Sem áður sagði stóð til að hann gegndi veigamiklu hlutverki í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk krypplingsins í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins þess er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Það má þannig ljóst vera að fullkomið uppnám ríkir vegna málsins innan veggja Borgarleikhússins.Medea fyrsti femínistinn Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið að æfa hlutverk Medeu og hún segir í nýlegu viðtali sem birtist í Fréttablaðinu eftirfarandi um persónuna sem hún hefur verið að undirbúa sig við að túlka: „Sumir segja að Medea sé fyrsti femínistinn. „Og ég hef spurt mig, hvað þarf til að eitthvað breytist varðandi ofbeldi í garð kvenna? #metoo byltingin snýst ekki um hefnd heldur réttlæti og kannski er Medea í grunninn að leita að einhvers konar réttlæti.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. 10. desember 2017 11:37 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Neyðarástand ríkir nú í Borgarleikhúsinu og er búið að taka leiksýninguna Medeu, sem til stóð að frumsýna 29. desember næstkomandi, úr sölu. Ástæðan er sú að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri vék Atla Rafni Sigurðarsyni leikara, sem fer með burðarhlutverk í verkinu, fyrirvaralaust frá húsinu. Samkvæmt heimildum Vísis mun ástæða brottvikningarinnar vera ásakanir sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af málsaðilum, þeim Kristínu né Atla Rafni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vísir gerði tilraun til að kaupa miða á Medeu en svör í miðasölu voru eftirfarandi: „Það er búið að loka fyrir sölu eins og er.“Verður ekki hægt að komast á sýninguna um jólin? „Ég býst ekki við því eins og er. Það gæti verið að þessu verði frestað. Það verður fundað í dag,“ sagði konan í miðasölu Borgarleikhússins.Mikil óvissa og málið viðkvæmt Ekki hefur heldur tekist að ná í Birnu Hafstein, formann Leikarafélagsins, vegna málsins. Sömuleiðis hefur Vignir Egill Vigfússon, markaðsfulltrúi leikhússins, ekki svarað símtölum. Þá hefur markaðsstjóri Borgarleikhússins, María Hrund Marinósdóttir, ekki svarað símtölum Vísis. Ljóst er að málið er afar viðkvæmt. Eftir því sem næst verður komist var Atla Rafni ekki gefinn kostur á að grípa til varna. Hann mun nú vera að skoða sinn rétt þar sem hann telur málsmeðferðina óboðlega og tildrögin óljós. Stjórnendur leikhússins vísa hins vegar til þess að það sé sjálfseignastofnun og þurfi því ekki að fara eftir þeim verkferlum sem opinberar stofnanir þurfa að hlíta. Óvissa ríkir innan leikhússin. Starfsfólki er kunnugt um uppsögnina en þeim mun hins vegar ekki hafa verið gerð grein fyrir því í hverju ásakanirnar á hendur Atla Rafni felast.Verkefnastaðan í fullkomnu uppnámi Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Sem áður sagði stóð til að hann gegndi veigamiklu hlutverki í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk krypplingsins í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins þess er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Það má þannig ljóst vera að fullkomið uppnám ríkir vegna málsins innan veggja Borgarleikhússins.Medea fyrsti femínistinn Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið að æfa hlutverk Medeu og hún segir í nýlegu viðtali sem birtist í Fréttablaðinu eftirfarandi um persónuna sem hún hefur verið að undirbúa sig við að túlka: „Sumir segja að Medea sé fyrsti femínistinn. „Og ég hef spurt mig, hvað þarf til að eitthvað breytist varðandi ofbeldi í garð kvenna? #metoo byltingin snýst ekki um hefnd heldur réttlæti og kannski er Medea í grunninn að leita að einhvers konar réttlæti.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. 10. desember 2017 11:37 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. 10. desember 2017 11:37
#MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30
Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00