Borgin mátti setja upp verk eftir Erró Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Guðmundur Þór Pálsson teiknaði bæði Breiðholtslaug og íþróttahúsið við Austurberg. Líkamsræktarstöðin var hins vegar hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. „Þau telja að viðbyggingin rýri höfundareinkenni Guðmundar Þórs, sem séu mjög einkennandi fyrir bygginguna að öðru leyti. Þess vegna hafi ekki verið heimilt að fara af stað með bygginguna án samþykkis en þess hafi ekki einu sinni verið leitað,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður erfingjanna. Hann segir að búið sé að stefna og reiknar með að málið fari á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í haust.Einar Páll TamimiErfingjar Guðmundar Þórs stefndu Reykjavíkurborg einnig vegna uppsetningar myndar eftir listamanninn Erró á súlu sem tengir saman húsnæði sundlaugarinnar og íþróttahússins. Þau töldu að teikningin færi í bága við höfundarrétt Guðmundar Þórs. Íþróttahúsið og sundlaugin eru tengd saman með stigahúsi sem er á bogadregnum vegg. Árið 2015 setti Reykjavíkurborg upp listaverk á bogadregna vegginn. Listaverkið, sem nefnt er Frumskógardrottningin, er eftir Erró og er gert úr sérhönnuðum keramikflísum. Áður var stigahúsið málað í steypulit. Uppsetning verksins er hluti af átaki borgarráðs til að fjölga listaverkum í opnum rýmum í Breiðholti. Erfingjar Guðmundar Þórs segja að Reykjavíkurborg hafi ekki leitað eftir samþykki fyrir uppsetningu verksins og sendu þeir borginni bréf þar sem fram kemur það mat þeirra að uppsetning verksins sé ekki heimil. Reykjavíkurborg hafnaði því að uppsetning verksins gæti verið breyting á höfundarréttarvarinni hönnun mannvirkisins og tilkynnti erfingjunum þá afstöðu sína. Við það sættu erfingjarnir sig ekki og höfðuðu mál. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem nýlega var kveðinn upp að erfingjarnir hafi ekki getað sýnt fram á hvaða höfundarsérkenni byggingin eða einstakir hlutar hennar hafi sem uppsetning listaverksins brjóti gegn. „Staðhæfing stefnenda um að brotið hafi verið gegn sæmdarrétti höfundar byggingarinnar með því að skerða höfundarsérkenni verksins er því ósönnuð og bera stefnendur hallann af þeim sönnunarskorti,“ segir í niðurstöðu dómsins. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Sjá meira
Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Guðmundur Þór Pálsson teiknaði bæði Breiðholtslaug og íþróttahúsið við Austurberg. Líkamsræktarstöðin var hins vegar hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. „Þau telja að viðbyggingin rýri höfundareinkenni Guðmundar Þórs, sem séu mjög einkennandi fyrir bygginguna að öðru leyti. Þess vegna hafi ekki verið heimilt að fara af stað með bygginguna án samþykkis en þess hafi ekki einu sinni verið leitað,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður erfingjanna. Hann segir að búið sé að stefna og reiknar með að málið fari á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í haust.Einar Páll TamimiErfingjar Guðmundar Þórs stefndu Reykjavíkurborg einnig vegna uppsetningar myndar eftir listamanninn Erró á súlu sem tengir saman húsnæði sundlaugarinnar og íþróttahússins. Þau töldu að teikningin færi í bága við höfundarrétt Guðmundar Þórs. Íþróttahúsið og sundlaugin eru tengd saman með stigahúsi sem er á bogadregnum vegg. Árið 2015 setti Reykjavíkurborg upp listaverk á bogadregna vegginn. Listaverkið, sem nefnt er Frumskógardrottningin, er eftir Erró og er gert úr sérhönnuðum keramikflísum. Áður var stigahúsið málað í steypulit. Uppsetning verksins er hluti af átaki borgarráðs til að fjölga listaverkum í opnum rýmum í Breiðholti. Erfingjar Guðmundar Þórs segja að Reykjavíkurborg hafi ekki leitað eftir samþykki fyrir uppsetningu verksins og sendu þeir borginni bréf þar sem fram kemur það mat þeirra að uppsetning verksins sé ekki heimil. Reykjavíkurborg hafnaði því að uppsetning verksins gæti verið breyting á höfundarréttarvarinni hönnun mannvirkisins og tilkynnti erfingjunum þá afstöðu sína. Við það sættu erfingjarnir sig ekki og höfðuðu mál. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem nýlega var kveðinn upp að erfingjarnir hafi ekki getað sýnt fram á hvaða höfundarsérkenni byggingin eða einstakir hlutar hennar hafi sem uppsetning listaverksins brjóti gegn. „Staðhæfing stefnenda um að brotið hafi verið gegn sæmdarrétti höfundar byggingarinnar með því að skerða höfundarsérkenni verksins er því ósönnuð og bera stefnendur hallann af þeim sönnunarskorti,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Sjá meira