Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 11:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, við upphaf fundar þeirra í morgun. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Katrínu í morgun. „Um nokkurt skeið hafa Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, rætt um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Nú liggur fyrir í megindráttum stjórnarsáttmáli slíkrar stjórnar,“ sagði forsetinn. „Á morgun munu stofnanir flokkanna þriggja greiða atkvæði um hann. Þá er um það samkomulag að styðji flokksstofnanir samkomulagið verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.“Ekki algilt að einhver einn leiði viðræður Forsetinn tíundaði einnig ástæður þess að hann hafi ekki veitt neinum formanni flokkanna þriggja umboðið fyrr í viðræðunum. Hann segir það augljósa hefð í íslenskum stjórnmálum að einhver einn flokksformaður fái umboð til stjórnarmyndunar og leiði þannig viðræðurnar. „Það verklag er þó alls ekki algilt og í þessu tilfelli var niðurstaðan sú að heillavænlegast yrði að flokkarnir ræddu saman án þess að einn leiddi för.“ Hann segir þó þarft að einn flokksleiðtogi hafi stjórnarmyndunarumboð á hendi þegar viðæðurnar eru farnar að skýrast eins og nú og því hafi Katrín fengið umboðið í dag. Aðspurður hvort hann hafi trú á ríkisstjórn flokkanna þriggja sagði forsetinn að svo væri. Hann segist vonast til að formleg stjórnarskpiti verði á fimmtudaginn, 30. nóvember. Þá verði haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Einn með fráfarandi starfstjórn og einn með nýrri ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.Blaðamannafund forsetans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Katrínu í morgun. „Um nokkurt skeið hafa Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, rætt um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Nú liggur fyrir í megindráttum stjórnarsáttmáli slíkrar stjórnar,“ sagði forsetinn. „Á morgun munu stofnanir flokkanna þriggja greiða atkvæði um hann. Þá er um það samkomulag að styðji flokksstofnanir samkomulagið verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.“Ekki algilt að einhver einn leiði viðræður Forsetinn tíundaði einnig ástæður þess að hann hafi ekki veitt neinum formanni flokkanna þriggja umboðið fyrr í viðræðunum. Hann segir það augljósa hefð í íslenskum stjórnmálum að einhver einn flokksformaður fái umboð til stjórnarmyndunar og leiði þannig viðræðurnar. „Það verklag er þó alls ekki algilt og í þessu tilfelli var niðurstaðan sú að heillavænlegast yrði að flokkarnir ræddu saman án þess að einn leiddi för.“ Hann segir þó þarft að einn flokksleiðtogi hafi stjórnarmyndunarumboð á hendi þegar viðæðurnar eru farnar að skýrast eins og nú og því hafi Katrín fengið umboðið í dag. Aðspurður hvort hann hafi trú á ríkisstjórn flokkanna þriggja sagði forsetinn að svo væri. Hann segist vonast til að formleg stjórnarskpiti verði á fimmtudaginn, 30. nóvember. Þá verði haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Einn með fráfarandi starfstjórn og einn með nýrri ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.Blaðamannafund forsetans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00