Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Þær Hafdís Inga Hinriksdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir hafa tekið á móti fólki í Bjarkarhlíð. vísir/stefán „Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira