Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Þær Hafdís Inga Hinriksdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir hafa tekið á móti fólki í Bjarkarhlíð. vísir/stefán „Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira