Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Snærós Sindradóttir skrifar 7. apríl 2017 06:00 Meirihluta þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu um frumvarpið þarf til að það verði samþykkt. Stjórnarandstaðan virðist ekki hörð á móti frumvarpinu svo andstaða nokkurra stjórnarliða skiptir litlu. vísir/ernir Frumvarp um jafnlaunavottun fær að öllum líkindum brautargengi á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan stjórnarliðsins. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna eru efins um að frumvarpið nái utan um vandann eða að aðferðafræðin virki yfirhöfuð. Aftur á móti er ekki að merkja harða andstöðu gegn frumvarpinu á meðal stjórnarandstöðunnar. „Í prinsippinu styðjum við allt sem útrýmir kynbundnum launamun. Við þurfum bara að sjá hvort þetta sé árangursrík leið til þess,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Hann situr í allsherjar- og menntamálanefnd sem er líkleg til að fá frumvarpið til skoðunar þótt enn eigi eftir að úthluta því.Úr þingsalKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir þetta með Andrési. „Markmiðin eru góð en við erum ekki búin að taka neina afstöðu. Við eigum eftir að skoða hvort þetta nái þeim markmiðum sem verið er að leggja upp með og hvort við munum jafnvel þurfa að leggja til breytingar.“ Nokkrir þingmenn stjórnarliðsins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Það hefur þó lítil sem engin áhrif á framgang þess ef þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki beinlínis andvígir því. Aðeins meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu um frumvarpið þarf til að samþykkja frumvarpið svo það verði að lögum. Það er ekki að heyra á stjórnarandstöðunni að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu innan hennar. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um kveður frumvarpið á um það að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun innan fyrirtækisins. Þau fyrirtæki sem greiða körlum og konum jöfn laun fyrir sambærilega vinnu fá jafnlaunavottun. Samkvæmt frumvarpinu þurfa fyrirtæki að undirgangast ferlið á þriggja ára fresti en verði frumvarpið að lögum verða þau innleidd í þrepum yfir þriggja ára tímabil þar sem byrjað er á stærstu fyrirtækjunum. Fulltrúar minni fyrirtækja hafa gagnrýnt frumvarpið og sagt það fela í sér óhóflegan kostnað fyrir fyrirtækin og að það sé of íþyngjandi.Smári McCarthy þingmaður Pírata. vísir/StefánSamkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Engir af stjórnarandstöðuflokkunum eru búnir að fara markvisst yfir frumvarpið. „Í fljóti bragði er markmiðið gott í sjálfu sér en ég hef miklar áhyggjur af framkvæmdinni,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Þegar verið er að ákveða hvaða fyrirtæki hljóti vottun eða ekki hlýtur að þurfa að mæla það út frá ákveðnum mælikvörðum. Ef þeir mælikvarðar eru á þann veg að auðvelt sé fyrir fyrirtæki að fá vottun með einhverjum yfirborðskenndum aðgerðum í stað raunverulegra aðgerða, þá er það vandamál.“ Smári segist hafa áhyggjur af því að ef slíkar glufur verði í frumvarpinu fyrir fyrirtæki þá gæti það frekar viðhaldið launamun kynjanna í stað þess að minnka hann. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Við munum ekki fara neitt ómálefnalega inn í þessa umræðu en við viljum fullvissa okkur um að þetta sé besta útfærslan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Frumvarp um jafnlaunavottun fær að öllum líkindum brautargengi á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan stjórnarliðsins. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna eru efins um að frumvarpið nái utan um vandann eða að aðferðafræðin virki yfirhöfuð. Aftur á móti er ekki að merkja harða andstöðu gegn frumvarpinu á meðal stjórnarandstöðunnar. „Í prinsippinu styðjum við allt sem útrýmir kynbundnum launamun. Við þurfum bara að sjá hvort þetta sé árangursrík leið til þess,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Hann situr í allsherjar- og menntamálanefnd sem er líkleg til að fá frumvarpið til skoðunar þótt enn eigi eftir að úthluta því.Úr þingsalKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir þetta með Andrési. „Markmiðin eru góð en við erum ekki búin að taka neina afstöðu. Við eigum eftir að skoða hvort þetta nái þeim markmiðum sem verið er að leggja upp með og hvort við munum jafnvel þurfa að leggja til breytingar.“ Nokkrir þingmenn stjórnarliðsins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Það hefur þó lítil sem engin áhrif á framgang þess ef þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki beinlínis andvígir því. Aðeins meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu um frumvarpið þarf til að samþykkja frumvarpið svo það verði að lögum. Það er ekki að heyra á stjórnarandstöðunni að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu innan hennar. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um kveður frumvarpið á um það að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun innan fyrirtækisins. Þau fyrirtæki sem greiða körlum og konum jöfn laun fyrir sambærilega vinnu fá jafnlaunavottun. Samkvæmt frumvarpinu þurfa fyrirtæki að undirgangast ferlið á þriggja ára fresti en verði frumvarpið að lögum verða þau innleidd í þrepum yfir þriggja ára tímabil þar sem byrjað er á stærstu fyrirtækjunum. Fulltrúar minni fyrirtækja hafa gagnrýnt frumvarpið og sagt það fela í sér óhóflegan kostnað fyrir fyrirtækin og að það sé of íþyngjandi.Smári McCarthy þingmaður Pírata. vísir/StefánSamkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Engir af stjórnarandstöðuflokkunum eru búnir að fara markvisst yfir frumvarpið. „Í fljóti bragði er markmiðið gott í sjálfu sér en ég hef miklar áhyggjur af framkvæmdinni,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Þegar verið er að ákveða hvaða fyrirtæki hljóti vottun eða ekki hlýtur að þurfa að mæla það út frá ákveðnum mælikvörðum. Ef þeir mælikvarðar eru á þann veg að auðvelt sé fyrir fyrirtæki að fá vottun með einhverjum yfirborðskenndum aðgerðum í stað raunverulegra aðgerða, þá er það vandamál.“ Smári segist hafa áhyggjur af því að ef slíkar glufur verði í frumvarpinu fyrir fyrirtæki þá gæti það frekar viðhaldið launamun kynjanna í stað þess að minnka hann. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Við munum ekki fara neitt ómálefnalega inn í þessa umræðu en við viljum fullvissa okkur um að þetta sé besta útfærslan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira