Panta tíma til að kæra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2017 20:00 Panta þarf orðið tíma til að leggja fram kæru hjá lögreglu en þetta var gert til að spara brotaþolum og yfirvöldum tíma. Þolendur alvarlegri brota geta þó ennþá mætt óbókaðir. Frá og með síðasta ári eiga þeir sem vilja leggja fram kæru að hafa samband við lögreglu í gegnum vefsíðu þeirra eða Facebook, segja frá erindinu og panta tíma. Meginreglan er fólk fái tíma innan 48 klukkustunda þótt það geti tafist. „Sumarfrí og veikindi geta komið upp á og einhver óvenjuleg tilvik. En meginreglan er að þú færð tíma innan 48 tíma og það er haft samband við þig eftir 24 tíma," segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar þú kemur svo í tímann sem þú fékkst þá liggur þetta ljóst fyrir, það er búið að biðja þig um að koma með þau gögn sem þú þarft að koma með og þú ert ekki beðinn um að fara út og sækja gögn og koma síðan aftur," segir Jóhann. Tímapantanakerfið á þó ekki við alvarlegri brot líkt og kynferðisbrot, heimilisofbeldi eða stórfelldar líkamsárásir. Þolendur þessara brota geta ávallt mætt á lögreglustöðina og fengið forgang. Með nýja kerfinu sem á að gera störf lögreglu skilvirkari á einmitt að vera hægt að vinna úr slíkum málum með hraðari hætti. Gert til að spara tíma „Við gerðum þetta til að auðvelda fólki fyrir og spara því tíma. Hér áður fyrr kom fólk hingað inn og vildi kannski leggja fram kæru. Svo þurfti það síðan kannski að bíða í tvo til þrjá klukkutíma og svo síðan þú komst inn með kæruna kom í ljós að þetta var kannski einkamál sem átti ekkert heima hjá lögreglu. Þannig var búið að vera eyða tíma fólks til einskis," segir Jóhann. Til stendur að gera störfin ennþá skilvirkari þannig að hægt verður að tilkynna um stuld á reiðhjóli í gegnum netið eða jafnvel app „Framtíðin er sú að þú getir farið í gegnum heimasíðuna og fyllt þetta út þar og sent okkur. Síðan í framtíðinni verður vonandi hægt að gera þetta þannig að þetta verði bara app í símanum. Smæstu málin verða þá þannig að þau verður hægt að afgreiða án þess að koma inn á lögreglustöð," segir Jóhann Karl. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Panta þarf orðið tíma til að leggja fram kæru hjá lögreglu en þetta var gert til að spara brotaþolum og yfirvöldum tíma. Þolendur alvarlegri brota geta þó ennþá mætt óbókaðir. Frá og með síðasta ári eiga þeir sem vilja leggja fram kæru að hafa samband við lögreglu í gegnum vefsíðu þeirra eða Facebook, segja frá erindinu og panta tíma. Meginreglan er fólk fái tíma innan 48 klukkustunda þótt það geti tafist. „Sumarfrí og veikindi geta komið upp á og einhver óvenjuleg tilvik. En meginreglan er að þú færð tíma innan 48 tíma og það er haft samband við þig eftir 24 tíma," segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar þú kemur svo í tímann sem þú fékkst þá liggur þetta ljóst fyrir, það er búið að biðja þig um að koma með þau gögn sem þú þarft að koma með og þú ert ekki beðinn um að fara út og sækja gögn og koma síðan aftur," segir Jóhann. Tímapantanakerfið á þó ekki við alvarlegri brot líkt og kynferðisbrot, heimilisofbeldi eða stórfelldar líkamsárásir. Þolendur þessara brota geta ávallt mætt á lögreglustöðina og fengið forgang. Með nýja kerfinu sem á að gera störf lögreglu skilvirkari á einmitt að vera hægt að vinna úr slíkum málum með hraðari hætti. Gert til að spara tíma „Við gerðum þetta til að auðvelda fólki fyrir og spara því tíma. Hér áður fyrr kom fólk hingað inn og vildi kannski leggja fram kæru. Svo þurfti það síðan kannski að bíða í tvo til þrjá klukkutíma og svo síðan þú komst inn með kæruna kom í ljós að þetta var kannski einkamál sem átti ekkert heima hjá lögreglu. Þannig var búið að vera eyða tíma fólks til einskis," segir Jóhann. Til stendur að gera störfin ennþá skilvirkari þannig að hægt verður að tilkynna um stuld á reiðhjóli í gegnum netið eða jafnvel app „Framtíðin er sú að þú getir farið í gegnum heimasíðuna og fyllt þetta út þar og sent okkur. Síðan í framtíðinni verður vonandi hægt að gera þetta þannig að þetta verði bara app í símanum. Smæstu málin verða þá þannig að þau verður hægt að afgreiða án þess að koma inn á lögreglustöð," segir Jóhann Karl.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira