Foreldrar leikskólabarna í pattstöðu Þórdís Valsdóttir skrifar 8. september 2017 14:00 Einungis 40 prósent af leikskólum Reykjavíkurborgar eru fullmannaðir. Um hundrað starfsmenn þarf til að manna stöður í borginni. Vísir/Vilhelm Mannekla veldur því tafir hafa orðið á inntöku barna í leikskóla. Foreldrar barna á leikskólaaldri hafa fengið bréf þess efnis að fyrirhugaðri aðlögun barna verði frestað tímabundið. Foreldrar barna eru ráðalausir yfir ástandinu og reyna eftir bestu getu að hagræða vinnutíma sínum til þess að geta verið heima með börnin þar til búið er að ráða fleiri starfsmenn. Mörg börn hafa misst pláss sitt hjá dagmömmum og sitja því eftir heima fyrir. Móðir tveggja ára drengs í Vesturbæ telur sig heppna að hafa haft möguleika á því að drengurinn gæti snúið aftur til dagforeldra. Áður hefur verið greint frá því að sex leikskólar á höfuðborgarsvæðinu munu stytta opnunartíma sinn vegna manneklu. Einungis 25 af 64 leikskólum Reykjavíkurborgar eru fullmannaðir samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk í síðustu viku. Reykjavíkurborg hefur gefið út vikulegt yfirlit yfir stöðu ráðninga í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi í borginni á vefsíðu sinni. Samkvæmt síðasta yfirliti vantar enn rúmlega hundrað starfsmenn á þá 64 leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur. Búast má við nýju yfirliti eftir helgi.Heppni að geta snúið aftur til dagforeldra Álfheiður Hafsteinsdóttir, móðir tveggja ára drengs, hafði fengið staðfestingu þess efnis að sonur hennar fengi pláss á leikskólanum Hagaborg í Vesturbæ núna í lok ágúst en mánuði áður fékk hún bréf þess efnis að aðlöguninni yrði frestað um óákveðinn tíma. „Mér fannst erfitt að fá svör um það hvenær hann myndi þá komast inn. Leikskólastjórinn gaf okkur að minnsta kosti engar falskar vonir,“ segir Álfheiður. „Við erum svo heppin að við erum með yndislegar dagmömmur sem gátu tekið við honum aftur. En hann þarf að vera með jafnöldrum sínum svo við erum orðin mjög óþolinmóð,“ segir Álfheiður. Álfheiður segir að hún sé ekki reið út í leikskólann sjálfan, því ekki sé við hann að sakast. „Þetta er ferlegt ástand og ég skil ekki af hverju það er ekki búið að gera eitthvað í málum leikskólanna.“ Sonur Álfheiðar er hjá dagmömmum í Árbæ, jafnvel þó fjölskyldan sé búsett í Vesturbæ. „Við sættum okkur við það að keyra alla leið í Árbæ með hann því við héldum í vonina um að hann kæmist sem fyrst á leikskóla. En núna er hann búinn að vera þar í heilt ár.“Ólafur Brynjar Bjarkason er leikskólastjóri á Hagaborg.Leikskólastjóri harmar ástandið Ólafur Brynjar Bjarkason, leikskólastjóri Hagaborgar, segir að um miðjan júní hafi hann sent foreldrum þeirra barna sem ekki komast inn í haust bréf þar sem hann greindi frá því að mögulegar tafir yrðu. Svo var þetta staðfest í byrjun júlí. „Fólk er kannski búið að segja upp plássum hjá dagforeldrum svo þetta er ömurleg staða,“ segir Ólafur. Foreldrar þurfa á eigin spýtur að verða börnum út um pláss hjá dagforeldrum eða sækja um pláss á öðrum leikskólum, jafnvel í öðrum hverfum, til þess að brúa bilið. „Staðan hjá okkur er þannig að hér vantar þrjá starfsmenn og um leið og við náum inn einum starfsmanni þá getum við byrjað að taka börn inn í aðlögun,“ segir Ólafur. Upphaflega voru fimm stöðugildi á Hagaborg sem þurfti að manna.Leggja fram tillögur til skóla- og frístundaráðs Leikskólastjórar á leikskólum Reykjavíkurborgar sendu bréf til formanns skóla- og frístundaráðs í vikunni þar sem lagðar eru fram tillögur um hvernig megi bregðast við þeirri miklu manneklu sem herjar á leikskólana. „Við leggjum fram fjórar tilllögur. Fyrst og fremst að hækka laun allra þeirra sem vinna á leikskólum og svo þrjár tillögur sem snúa að aðbúnaði og vinnuaðstöðu. Í fyrsta lagi að stytta vinnuvikuna niður í 35 klukkutíma og fá auðvitað enn greitt fyrir fullt starf og svo að stytta opnunartíma leikskólanna um 45 mínútur. Síðast en ekki síst að fækka börnum á deildunum,“ segir Ólafur. Ólafur telur að álag í starfi sé rót vandans. „Það þarf að gera eitthvað fyrir leikskólana, ekki bara dæla peningum í kerfið heldur þarf að gera eitthvað meira fyrir aðbúnað og vinnuaðstöðuna. Það sem við teljum að hafi þessi áhrif er að það er of mikið álag inni á leikskólunum.“ Óvissa með framhaldið Á leikskólanum Hagaborg var gripið til þess ráðs að loka einni deild alveg og fresta inntöku nýrra barna í stað þess að stytta opnunartímann. Ólafur segir að það séu átján börn sem bíða inntöku og að með þeim eigi að vera fjórir starfsmenn, en þrjá af þeim vanti enn. „Deildarstjórinn er bara tilbúnn og bíður og um leið og við náum einum starfsmanni inn þá getum við byrjað að taka inn sex börn.“ Aðspurður um framhaldið segir Ólafur að það séu þreifingar en ekki mikið hafi komið út úr því. „Þetta gerist mjög hratt þegar þetta gerist. En auðvitað skil ég það að foreldrar eru í ómögulegri stöðu og í algjörri óvissu.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Aðeins 25 af 64 leikskólum Reykjavíkur er fullmannaður og hafa leikskólastjórar þurft að grípa til þess ráðs að skerða opnunartíma. 31. ágúst 2017 17:00 Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. 24. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Mannekla veldur því tafir hafa orðið á inntöku barna í leikskóla. Foreldrar barna á leikskólaaldri hafa fengið bréf þess efnis að fyrirhugaðri aðlögun barna verði frestað tímabundið. Foreldrar barna eru ráðalausir yfir ástandinu og reyna eftir bestu getu að hagræða vinnutíma sínum til þess að geta verið heima með börnin þar til búið er að ráða fleiri starfsmenn. Mörg börn hafa misst pláss sitt hjá dagmömmum og sitja því eftir heima fyrir. Móðir tveggja ára drengs í Vesturbæ telur sig heppna að hafa haft möguleika á því að drengurinn gæti snúið aftur til dagforeldra. Áður hefur verið greint frá því að sex leikskólar á höfuðborgarsvæðinu munu stytta opnunartíma sinn vegna manneklu. Einungis 25 af 64 leikskólum Reykjavíkurborgar eru fullmannaðir samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk í síðustu viku. Reykjavíkurborg hefur gefið út vikulegt yfirlit yfir stöðu ráðninga í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi í borginni á vefsíðu sinni. Samkvæmt síðasta yfirliti vantar enn rúmlega hundrað starfsmenn á þá 64 leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur. Búast má við nýju yfirliti eftir helgi.Heppni að geta snúið aftur til dagforeldra Álfheiður Hafsteinsdóttir, móðir tveggja ára drengs, hafði fengið staðfestingu þess efnis að sonur hennar fengi pláss á leikskólanum Hagaborg í Vesturbæ núna í lok ágúst en mánuði áður fékk hún bréf þess efnis að aðlöguninni yrði frestað um óákveðinn tíma. „Mér fannst erfitt að fá svör um það hvenær hann myndi þá komast inn. Leikskólastjórinn gaf okkur að minnsta kosti engar falskar vonir,“ segir Álfheiður. „Við erum svo heppin að við erum með yndislegar dagmömmur sem gátu tekið við honum aftur. En hann þarf að vera með jafnöldrum sínum svo við erum orðin mjög óþolinmóð,“ segir Álfheiður. Álfheiður segir að hún sé ekki reið út í leikskólann sjálfan, því ekki sé við hann að sakast. „Þetta er ferlegt ástand og ég skil ekki af hverju það er ekki búið að gera eitthvað í málum leikskólanna.“ Sonur Álfheiðar er hjá dagmömmum í Árbæ, jafnvel þó fjölskyldan sé búsett í Vesturbæ. „Við sættum okkur við það að keyra alla leið í Árbæ með hann því við héldum í vonina um að hann kæmist sem fyrst á leikskóla. En núna er hann búinn að vera þar í heilt ár.“Ólafur Brynjar Bjarkason er leikskólastjóri á Hagaborg.Leikskólastjóri harmar ástandið Ólafur Brynjar Bjarkason, leikskólastjóri Hagaborgar, segir að um miðjan júní hafi hann sent foreldrum þeirra barna sem ekki komast inn í haust bréf þar sem hann greindi frá því að mögulegar tafir yrðu. Svo var þetta staðfest í byrjun júlí. „Fólk er kannski búið að segja upp plássum hjá dagforeldrum svo þetta er ömurleg staða,“ segir Ólafur. Foreldrar þurfa á eigin spýtur að verða börnum út um pláss hjá dagforeldrum eða sækja um pláss á öðrum leikskólum, jafnvel í öðrum hverfum, til þess að brúa bilið. „Staðan hjá okkur er þannig að hér vantar þrjá starfsmenn og um leið og við náum inn einum starfsmanni þá getum við byrjað að taka börn inn í aðlögun,“ segir Ólafur. Upphaflega voru fimm stöðugildi á Hagaborg sem þurfti að manna.Leggja fram tillögur til skóla- og frístundaráðs Leikskólastjórar á leikskólum Reykjavíkurborgar sendu bréf til formanns skóla- og frístundaráðs í vikunni þar sem lagðar eru fram tillögur um hvernig megi bregðast við þeirri miklu manneklu sem herjar á leikskólana. „Við leggjum fram fjórar tilllögur. Fyrst og fremst að hækka laun allra þeirra sem vinna á leikskólum og svo þrjár tillögur sem snúa að aðbúnaði og vinnuaðstöðu. Í fyrsta lagi að stytta vinnuvikuna niður í 35 klukkutíma og fá auðvitað enn greitt fyrir fullt starf og svo að stytta opnunartíma leikskólanna um 45 mínútur. Síðast en ekki síst að fækka börnum á deildunum,“ segir Ólafur. Ólafur telur að álag í starfi sé rót vandans. „Það þarf að gera eitthvað fyrir leikskólana, ekki bara dæla peningum í kerfið heldur þarf að gera eitthvað meira fyrir aðbúnað og vinnuaðstöðuna. Það sem við teljum að hafi þessi áhrif er að það er of mikið álag inni á leikskólunum.“ Óvissa með framhaldið Á leikskólanum Hagaborg var gripið til þess ráðs að loka einni deild alveg og fresta inntöku nýrra barna í stað þess að stytta opnunartímann. Ólafur segir að það séu átján börn sem bíða inntöku og að með þeim eigi að vera fjórir starfsmenn, en þrjá af þeim vanti enn. „Deildarstjórinn er bara tilbúnn og bíður og um leið og við náum einum starfsmanni inn þá getum við byrjað að taka inn sex börn.“ Aðspurður um framhaldið segir Ólafur að það séu þreifingar en ekki mikið hafi komið út úr því. „Þetta gerist mjög hratt þegar þetta gerist. En auðvitað skil ég það að foreldrar eru í ómögulegri stöðu og í algjörri óvissu.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Aðeins 25 af 64 leikskólum Reykjavíkur er fullmannaður og hafa leikskólastjórar þurft að grípa til þess ráðs að skerða opnunartíma. 31. ágúst 2017 17:00 Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. 24. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Aðeins 25 af 64 leikskólum Reykjavíkur er fullmannaður og hafa leikskólastjórar þurft að grípa til þess ráðs að skerða opnunartíma. 31. ágúst 2017 17:00
Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. 24. ágúst 2017 19:30