Segja horfur góðar þrátt fyrir verkfall Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. desember 2017 06:30 Á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hótel uppbókuð um áramót og horfur fyrir jólin eru góðar. Verkfall flugvirkja virðist ætla að hafa lítil áhrif. Fréttablaðið/Anton brink Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira