Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 10:48 Lögregluþjónn í London. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/AFP Fimm sýruárásir voru gerðar á 90 mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna í gærkvöldi. Sextán ára unglingspiltur hefur verið handtekinn í tengslum við árásina. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að tveir menn beri ábyrgð á árásunum, sem gerðar voru í hverfunum Hackney, Stoke, Newington og Islington í gærkvöldi. Mennirnir skvettu ætandi efnum framan í vegfarendur en eitt fórnarlambanna hlaut „áverka sem munu breyta lífi þess til frambúðar.“ Unglingurinn, sem var handtekinn í tengslum við árásirnar, hefur verið yfirheyrður vegna gruns um að hafa valdið „alvarlegum, líkamlegum skaða á fólki“ og aðild að ráni.Fimm árásir á 90 mínútumFyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. Um 25 mínútum síðar var ráðist á annan karlmann í Islington. 40 mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás sem framkvæmd var af tveimur mönnum á bifhjóli á Shoreditch High Street. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús en er ekki talið alvarlega slasað. Um 20 mínútur yfir 11 barst lögreglu tilkynning um rán við Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi en sá er talinn hafa hlotið „áverka sem munu breyta lífi hans til frambúðar.“ Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli um 20 mínútum eftir að fyrrnefnt rán var framið. Árásarmennirnir skvettu ætandi efni framan í manninn við Chatsworth Road í Clapton og stálu að því búnu farartæki hans.Sýruárásum fjölgað í Bretlandi síðustu árLögreglustjóri Lundúnaborgar, Cressida Dick lýsti yfir þungum áhyggjum af aukinni tíðni sýruárása í borginni á blaðamannafundi í gær. Sýruárásum hefur fjölgað mjög í Lundúnum síðustu ár en síðan 2010 hafa borist tilkynningar um yfir 1800 slíkar árásir í höfuðborginni. Á síðasta ári voru ætandi efni notuð í 458 tilfellum en tilkynnt var um 261 tilfelli árið 2015. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Fimm sýruárásir voru gerðar á 90 mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna í gærkvöldi. Sextán ára unglingspiltur hefur verið handtekinn í tengslum við árásina. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að tveir menn beri ábyrgð á árásunum, sem gerðar voru í hverfunum Hackney, Stoke, Newington og Islington í gærkvöldi. Mennirnir skvettu ætandi efnum framan í vegfarendur en eitt fórnarlambanna hlaut „áverka sem munu breyta lífi þess til frambúðar.“ Unglingurinn, sem var handtekinn í tengslum við árásirnar, hefur verið yfirheyrður vegna gruns um að hafa valdið „alvarlegum, líkamlegum skaða á fólki“ og aðild að ráni.Fimm árásir á 90 mínútumFyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. Um 25 mínútum síðar var ráðist á annan karlmann í Islington. 40 mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás sem framkvæmd var af tveimur mönnum á bifhjóli á Shoreditch High Street. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús en er ekki talið alvarlega slasað. Um 20 mínútur yfir 11 barst lögreglu tilkynning um rán við Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi en sá er talinn hafa hlotið „áverka sem munu breyta lífi hans til frambúðar.“ Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli um 20 mínútum eftir að fyrrnefnt rán var framið. Árásarmennirnir skvettu ætandi efni framan í manninn við Chatsworth Road í Clapton og stálu að því búnu farartæki hans.Sýruárásum fjölgað í Bretlandi síðustu árLögreglustjóri Lundúnaborgar, Cressida Dick lýsti yfir þungum áhyggjum af aukinni tíðni sýruárása í borginni á blaðamannafundi í gær. Sýruárásum hefur fjölgað mjög í Lundúnum síðustu ár en síðan 2010 hafa borist tilkynningar um yfir 1800 slíkar árásir í höfuðborginni. Á síðasta ári voru ætandi efni notuð í 458 tilfellum en tilkynnt var um 261 tilfelli árið 2015.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira