Í morgun varð ljóst hvaða lið bíður FH í næstu umferð takist þeim að slá Víkinga frá Götu úr annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Dregið var í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í höfuðstöðum UEFA.
FH mætir þar annaðhvort Zrinjski Mostar frá Bosníu eða Maribor frá Slóveníu. Það er líklegra að það verði Slóvenía því Maribor vann 2-1 útisigur í fyrri leik liðanna.
FH og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í vikunni eftir að FH komst í 1-0 á 49. mínútu og var yfir í 24 mínútur.
Færeyingar skoruðu mikilvæg útivallarmark 17 mínútum fyrir leikslok og því verður á brattan að sækja í seinni leiknum í Þórshöfn í næstu viku.
