Lækna-Tómas tjaldaði á toppi Miðþúfu á Snæfellsjökli Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2017 14:02 Heldur hlýtur þetta að teljast glæfralegt tjaldstæði. Tómasar Guðbjartsson, sem á stundum hefur verið kallaður Lækna-Tómas, hefur birt ævintýralegar myndir af tjaldi sínu, en hann kallar ekki allt ömmu sína hvar hann slær því upp. Ferðir Tómasar um landið að undanförnu hafa vakið verðskuldaða athygli og til að mynda tókst honum að koma landsbyggðarmönnum mörgum á Vestfjörðum úr jafnvægi þegar hann fordæmdi fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir þar. En, í allt sumar hefur Tómas birt myndir af tjaldi sínu meðal annars meðfylgjandi myndum sem Vísir fékk góðfúslegt leyfi hans, sem og ljósmyndaranna Sigtryggs Ara Jóhannssonar og Ólafs Más Björnssonar, til að birta þær hér.Tómas lætur ekkert stöðva sig og slær tjaldi sínu upp nánast hvar sem er.Í vikunni fór hann á Snæfellsjökul og lét sig ekki muna um að slá tjaldi sínu upp þar. Minnsta tjaldstæði á Íslandi? spyr Tómas og greinir frá því að hann hafi, ásamt Ólafi og Sigtryggi Ara og 12 öðrum vinum, farið í fjallaskíðaferð á Snæfellsjökul. „Toppuðum Miðþúfu (1447 m) rétt fyrir miðnætti en aðstæður voru frábærar og gat ég skíðað alveg frá toppnum og niður. Ákvað að slá upp tjaldinu mínu á toppi Miðþúfu, sem tókst þrátt fyrir töluvert rok. Myndin sýnir að tjaldstæðið er ekki mikið um sig en verðugur keppandi um titilinn flottasta tjaldstæði á Íslandi,“ segir Tómas en vísar þar til einskonar keppni sem hann hefur efnt til á Facebooksíðu sinni. „Sennilega er þó erfitt að sofa rótt þarna uppi þar sem snarbrattar hlíðar umlykja tindinn,“ bætir Tómas við og bendir á að Óli Már hafi náð „skemmtilegum drónamyndum af þessu tiltæki og Sigtryggur Ari líka.“Ferðir Tómasar um landið hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Tómasar Guðbjartsson, sem á stundum hefur verið kallaður Lækna-Tómas, hefur birt ævintýralegar myndir af tjaldi sínu, en hann kallar ekki allt ömmu sína hvar hann slær því upp. Ferðir Tómasar um landið að undanförnu hafa vakið verðskuldaða athygli og til að mynda tókst honum að koma landsbyggðarmönnum mörgum á Vestfjörðum úr jafnvægi þegar hann fordæmdi fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir þar. En, í allt sumar hefur Tómas birt myndir af tjaldi sínu meðal annars meðfylgjandi myndum sem Vísir fékk góðfúslegt leyfi hans, sem og ljósmyndaranna Sigtryggs Ara Jóhannssonar og Ólafs Más Björnssonar, til að birta þær hér.Tómas lætur ekkert stöðva sig og slær tjaldi sínu upp nánast hvar sem er.Í vikunni fór hann á Snæfellsjökul og lét sig ekki muna um að slá tjaldi sínu upp þar. Minnsta tjaldstæði á Íslandi? spyr Tómas og greinir frá því að hann hafi, ásamt Ólafi og Sigtryggi Ara og 12 öðrum vinum, farið í fjallaskíðaferð á Snæfellsjökul. „Toppuðum Miðþúfu (1447 m) rétt fyrir miðnætti en aðstæður voru frábærar og gat ég skíðað alveg frá toppnum og niður. Ákvað að slá upp tjaldinu mínu á toppi Miðþúfu, sem tókst þrátt fyrir töluvert rok. Myndin sýnir að tjaldstæðið er ekki mikið um sig en verðugur keppandi um titilinn flottasta tjaldstæði á Íslandi,“ segir Tómas en vísar þar til einskonar keppni sem hann hefur efnt til á Facebooksíðu sinni. „Sennilega er þó erfitt að sofa rótt þarna uppi þar sem snarbrattar hlíðar umlykja tindinn,“ bætir Tómas við og bendir á að Óli Már hafi náð „skemmtilegum drónamyndum af þessu tiltæki og Sigtryggur Ari líka.“Ferðir Tómasar um landið hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli.
Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30