Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 12:17 Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Hann segir að ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey séu óverðskuldaðar og að það sé „fáránlegt“ að Spacey hafi verið klipptur út úr óútkominni kvikmynd. „Allir sem hafa nokkurn tímann sagt „ég fíla þig“ eru allt í einu kærðir fyrir kynferðislega áreitni,“ sagði Morrissey í viðtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Morrissey, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni The Smiths, hóf viðtalið á því að segja að honum fyndist nauðganir ógeðslegar og að allar líkamlegar árásir væru viðbjóður. „Ég hata nauðgun, en í mörgum tilfellum lítur maður á aðstæðum og hugsar að sá sem er talinn vera þolandi hafi bara orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Morrissey. Alltaf meðvitaður um aðstæður Hann tók sem dæmi ásakanir leikarans Anthony Rapp, sem segir að Kevin Spacey hafi áreitt hann í partýi þegar Rapp var 14 ára gamall. Rapp sagði í samtali við Buzzfeed Rapp sagði að Spacey, sem þá var 26 ára gamall, hefði lagst ofan á hann í partýi í íbúð Spacey árið 1986 og að hann hafi reynt að draga hann á tálar. Morrissey segir að saga Rapp sé ekki trúverðugleg. „Ég veit ekki með þig, en ég var aldrei í svona aðstæðum í minni æsku,“ segir hann. „Aldrei. Ég var alltaf meðvitaður um hvað gæti gerst. Þegar þú ert inni í svefnherbergi einhvers þá hlýtur þú að vera meðvitaður um hvað gæti gerst.“ Efast um frásagnir fimmtíu kvenna Morrissey sagðist einnig efast um sögur þeirra tuga kvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. „Fólk veit nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Morrissey aðspurður um að Weinstein hafi boðið leikkonum upp á hótelherbergi. „Þær spila með“ „Eftir á líður þeim vandræðalega eða skammast sín. Þá snúa þær þessu við og segja „Ég varð fyrir árás, ég var hissa. En ef allt fór vel og ef þetta hefði bætt feril þeirra hefðu þær aldrei sagt neitt,“ segir Morrissey. Minnst 50 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi, nauðgun og misnotkun. Atvikin áttu sér stað á fjörutíu ára tímabili. Morrissey bætti við að margir frægir tónlistarmenn hefðu sofið hjá aðdáendum sem væru undir samræðisaldri. „Í gegnum sögu tónlistar og rokksins hafa verið tónlistarmenn sem sváfu með grúppíum,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki einn af þeim. „Ef þú lítur yfir söguna þá eru nær allir sekir um að sofa hjá fólki undir lögaldri. Af hverju ætti ekki að henda öllum í fangelsi strax?“ MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Hann segir að ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey séu óverðskuldaðar og að það sé „fáránlegt“ að Spacey hafi verið klipptur út úr óútkominni kvikmynd. „Allir sem hafa nokkurn tímann sagt „ég fíla þig“ eru allt í einu kærðir fyrir kynferðislega áreitni,“ sagði Morrissey í viðtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Morrissey, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni The Smiths, hóf viðtalið á því að segja að honum fyndist nauðganir ógeðslegar og að allar líkamlegar árásir væru viðbjóður. „Ég hata nauðgun, en í mörgum tilfellum lítur maður á aðstæðum og hugsar að sá sem er talinn vera þolandi hafi bara orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Morrissey. Alltaf meðvitaður um aðstæður Hann tók sem dæmi ásakanir leikarans Anthony Rapp, sem segir að Kevin Spacey hafi áreitt hann í partýi þegar Rapp var 14 ára gamall. Rapp sagði í samtali við Buzzfeed Rapp sagði að Spacey, sem þá var 26 ára gamall, hefði lagst ofan á hann í partýi í íbúð Spacey árið 1986 og að hann hafi reynt að draga hann á tálar. Morrissey segir að saga Rapp sé ekki trúverðugleg. „Ég veit ekki með þig, en ég var aldrei í svona aðstæðum í minni æsku,“ segir hann. „Aldrei. Ég var alltaf meðvitaður um hvað gæti gerst. Þegar þú ert inni í svefnherbergi einhvers þá hlýtur þú að vera meðvitaður um hvað gæti gerst.“ Efast um frásagnir fimmtíu kvenna Morrissey sagðist einnig efast um sögur þeirra tuga kvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. „Fólk veit nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Morrissey aðspurður um að Weinstein hafi boðið leikkonum upp á hótelherbergi. „Þær spila með“ „Eftir á líður þeim vandræðalega eða skammast sín. Þá snúa þær þessu við og segja „Ég varð fyrir árás, ég var hissa. En ef allt fór vel og ef þetta hefði bætt feril þeirra hefðu þær aldrei sagt neitt,“ segir Morrissey. Minnst 50 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi, nauðgun og misnotkun. Atvikin áttu sér stað á fjörutíu ára tímabili. Morrissey bætti við að margir frægir tónlistarmenn hefðu sofið hjá aðdáendum sem væru undir samræðisaldri. „Í gegnum sögu tónlistar og rokksins hafa verið tónlistarmenn sem sváfu með grúppíum,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki einn af þeim. „Ef þú lítur yfir söguna þá eru nær allir sekir um að sofa hjá fólki undir lögaldri. Af hverju ætti ekki að henda öllum í fangelsi strax?“
MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00