Lítið fækkað í hópi sprautufíkla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 14:00 Um 350 manns leita á Vog árlega vegna sprautufíknar. vísir/e.ól Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira