Helmingur starfsmanna orðið fyrir ofbeldi í starfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:38 Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“ Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira