Elliði svarar fyrir sig: Segist aldrei hafa gagnrýnt áhöfn Baldurs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2017 13:48 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. vísir/eyþór Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, segir að hann kannist ekki við að hafa hallað máli gagnvart starfsmönnum ferjunnar Baldurs, líkt og Halldór Jóhannesson yfirstýrimaður á Baldri, segir hann hafa gert. Halldór skrifaði opið bréf þar sem hann bað Elliða um afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna í garð áhafnar Baldurs en hann segir Elliða hafa verið með endalaus leiðindi og skítkast í þeirra garð.Sjá einnig: Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðniÍ svari sínu til Halldórs biður Elliði hann um að benda sér á hvar hann hefur hallað máli gagnvart starfsfólki Baldurs. Hann segir að gagnrýni á Vegagerðina sé ekki það sama og gagnrýni á Eimskip eða það góða fólk sem þar starfi. „Þekkt er ég er afar ósáttur við framgöngu Vegagerðarinnar gagnvart Vestmannaeyjum og Eyjamönnum. Ferðir ferjunnar eru skammtaðar úr hnefa, gjaldskrá í ferjuna er of há, bókunarkerfið er vonlaust og lengi má áfram telja.“ Hann segir að fullyrðingar Halldórs um meint skítkast sitt og leiðindi í garð áhöfn Baldurs séu alvarlegar aðdróttanir. Hann hafi hrósað áhöfninni bæði í ræðu og riti og ekki hitt nokkurn Eyjamann sem gagnrýnt hefur áhöfnina eða fundið að þjónustu hennar. „Ég verð því að biðja þig um að finna þessum orðum þínum stað með tilvísun í hvar og hvenær ég hallaði máli gagnvart starfsmönnum Baldurs. Á meðan þú leitar væri ágæt ef þú myndir einnig kanna hvort ég halla orði hvað þetta varðar gagnvart Eimskip, vinnuveitanda þínum. Við það kannast ég heldur ekki. Finnir þú ásökunum þínum ekki stað, heldur bara gagnrýni á samgönguyfirvöld, verður þú að sýna þá kurteisi að draga orð þín til baka. Okkur getur öllum orðið á. Það er mannlegt.“ Tengdar fréttir Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðni Halldór Jóhannesson, yfirstýrimaður á Baldri, segir að Elliði Vignisson skuldi sér afsökunarbeiðni. 25. maí 2017 11:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, segir að hann kannist ekki við að hafa hallað máli gagnvart starfsmönnum ferjunnar Baldurs, líkt og Halldór Jóhannesson yfirstýrimaður á Baldri, segir hann hafa gert. Halldór skrifaði opið bréf þar sem hann bað Elliða um afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna í garð áhafnar Baldurs en hann segir Elliða hafa verið með endalaus leiðindi og skítkast í þeirra garð.Sjá einnig: Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðniÍ svari sínu til Halldórs biður Elliði hann um að benda sér á hvar hann hefur hallað máli gagnvart starfsfólki Baldurs. Hann segir að gagnrýni á Vegagerðina sé ekki það sama og gagnrýni á Eimskip eða það góða fólk sem þar starfi. „Þekkt er ég er afar ósáttur við framgöngu Vegagerðarinnar gagnvart Vestmannaeyjum og Eyjamönnum. Ferðir ferjunnar eru skammtaðar úr hnefa, gjaldskrá í ferjuna er of há, bókunarkerfið er vonlaust og lengi má áfram telja.“ Hann segir að fullyrðingar Halldórs um meint skítkast sitt og leiðindi í garð áhöfn Baldurs séu alvarlegar aðdróttanir. Hann hafi hrósað áhöfninni bæði í ræðu og riti og ekki hitt nokkurn Eyjamann sem gagnrýnt hefur áhöfnina eða fundið að þjónustu hennar. „Ég verð því að biðja þig um að finna þessum orðum þínum stað með tilvísun í hvar og hvenær ég hallaði máli gagnvart starfsmönnum Baldurs. Á meðan þú leitar væri ágæt ef þú myndir einnig kanna hvort ég halla orði hvað þetta varðar gagnvart Eimskip, vinnuveitanda þínum. Við það kannast ég heldur ekki. Finnir þú ásökunum þínum ekki stað, heldur bara gagnrýni á samgönguyfirvöld, verður þú að sýna þá kurteisi að draga orð þín til baka. Okkur getur öllum orðið á. Það er mannlegt.“
Tengdar fréttir Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðni Halldór Jóhannesson, yfirstýrimaður á Baldri, segir að Elliði Vignisson skuldi sér afsökunarbeiðni. 25. maí 2017 11:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðni Halldór Jóhannesson, yfirstýrimaður á Baldri, segir að Elliði Vignisson skuldi sér afsökunarbeiðni. 25. maí 2017 11:57