Elliði svarar fyrir sig: Segist aldrei hafa gagnrýnt áhöfn Baldurs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2017 13:48 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. vísir/eyþór Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, segir að hann kannist ekki við að hafa hallað máli gagnvart starfsmönnum ferjunnar Baldurs, líkt og Halldór Jóhannesson yfirstýrimaður á Baldri, segir hann hafa gert. Halldór skrifaði opið bréf þar sem hann bað Elliða um afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna í garð áhafnar Baldurs en hann segir Elliða hafa verið með endalaus leiðindi og skítkast í þeirra garð.Sjá einnig: Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðniÍ svari sínu til Halldórs biður Elliði hann um að benda sér á hvar hann hefur hallað máli gagnvart starfsfólki Baldurs. Hann segir að gagnrýni á Vegagerðina sé ekki það sama og gagnrýni á Eimskip eða það góða fólk sem þar starfi. „Þekkt er ég er afar ósáttur við framgöngu Vegagerðarinnar gagnvart Vestmannaeyjum og Eyjamönnum. Ferðir ferjunnar eru skammtaðar úr hnefa, gjaldskrá í ferjuna er of há, bókunarkerfið er vonlaust og lengi má áfram telja.“ Hann segir að fullyrðingar Halldórs um meint skítkast sitt og leiðindi í garð áhöfn Baldurs séu alvarlegar aðdróttanir. Hann hafi hrósað áhöfninni bæði í ræðu og riti og ekki hitt nokkurn Eyjamann sem gagnrýnt hefur áhöfnina eða fundið að þjónustu hennar. „Ég verð því að biðja þig um að finna þessum orðum þínum stað með tilvísun í hvar og hvenær ég hallaði máli gagnvart starfsmönnum Baldurs. Á meðan þú leitar væri ágæt ef þú myndir einnig kanna hvort ég halla orði hvað þetta varðar gagnvart Eimskip, vinnuveitanda þínum. Við það kannast ég heldur ekki. Finnir þú ásökunum þínum ekki stað, heldur bara gagnrýni á samgönguyfirvöld, verður þú að sýna þá kurteisi að draga orð þín til baka. Okkur getur öllum orðið á. Það er mannlegt.“ Tengdar fréttir Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðni Halldór Jóhannesson, yfirstýrimaður á Baldri, segir að Elliði Vignisson skuldi sér afsökunarbeiðni. 25. maí 2017 11:57 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, segir að hann kannist ekki við að hafa hallað máli gagnvart starfsmönnum ferjunnar Baldurs, líkt og Halldór Jóhannesson yfirstýrimaður á Baldri, segir hann hafa gert. Halldór skrifaði opið bréf þar sem hann bað Elliða um afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna í garð áhafnar Baldurs en hann segir Elliða hafa verið með endalaus leiðindi og skítkast í þeirra garð.Sjá einnig: Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðniÍ svari sínu til Halldórs biður Elliði hann um að benda sér á hvar hann hefur hallað máli gagnvart starfsfólki Baldurs. Hann segir að gagnrýni á Vegagerðina sé ekki það sama og gagnrýni á Eimskip eða það góða fólk sem þar starfi. „Þekkt er ég er afar ósáttur við framgöngu Vegagerðarinnar gagnvart Vestmannaeyjum og Eyjamönnum. Ferðir ferjunnar eru skammtaðar úr hnefa, gjaldskrá í ferjuna er of há, bókunarkerfið er vonlaust og lengi má áfram telja.“ Hann segir að fullyrðingar Halldórs um meint skítkast sitt og leiðindi í garð áhöfn Baldurs séu alvarlegar aðdróttanir. Hann hafi hrósað áhöfninni bæði í ræðu og riti og ekki hitt nokkurn Eyjamann sem gagnrýnt hefur áhöfnina eða fundið að þjónustu hennar. „Ég verð því að biðja þig um að finna þessum orðum þínum stað með tilvísun í hvar og hvenær ég hallaði máli gagnvart starfsmönnum Baldurs. Á meðan þú leitar væri ágæt ef þú myndir einnig kanna hvort ég halla orði hvað þetta varðar gagnvart Eimskip, vinnuveitanda þínum. Við það kannast ég heldur ekki. Finnir þú ásökunum þínum ekki stað, heldur bara gagnrýni á samgönguyfirvöld, verður þú að sýna þá kurteisi að draga orð þín til baka. Okkur getur öllum orðið á. Það er mannlegt.“
Tengdar fréttir Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðni Halldór Jóhannesson, yfirstýrimaður á Baldri, segir að Elliði Vignisson skuldi sér afsökunarbeiðni. 25. maí 2017 11:57 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Krefur bæjarstjóra Vestmannaeyja um afsökunarbeiðni Halldór Jóhannesson, yfirstýrimaður á Baldri, segir að Elliði Vignisson skuldi sér afsökunarbeiðni. 25. maí 2017 11:57
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent