Þar undirbúa stelpurnar okkar sig fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undankeppni HM á föstudaginn. Á þriðjudaginn eftir viku mætir íslenska liðið svo því tékkneska í Znojmo.
Ísland er með þrjú stig í 2. sæti riðils 5 eftir 8-0 sigur á Færeyjum í síðasta mánuði.
Íslenska liðið setur stefnuna á að ná 2. sæti riðilsins og komast þannig í umspil um sæti á HM. Til að það takist þurfa stelpurnar okkar að ná góðum úrslitum í leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af æfingu íslenska liðsins í dag.