Þorgerður lætur af störfum sem kórstjóri hjá MH Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. september 2017 11:22 Þúsundir ungmenna hafa hlotið tónlistaruppeldi í Hamrahlíðakórunum undir vaskri stjórn Þorgerðar. Vísir/Stefán Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri Hamrahlíðakóranna mun láta af störfum nú í haust eftir 50 ár í starfi sem kórstjóri við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hefur staða kórstjóra verið auglýst á vef stjórnarráðsins. Þorgerður hefur verið stjórnandi kórs MH frá stofnun hans árið 1967 og árið 1982 stofnaði hún framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn. Hún er enn um þessar mundir að stjórna kór skólans en gert er ráð fyrir að hún láti af störfum í lok október. Undir forystu Þorgerðar hafa kórarnir tveir unnið hvern sigurinn af öðrum hvort sem er á tónleikum innanlands eða á alþjóðlegum tónlistarhátíðum víða um heim. Þúsundir ungmenna hafa hlotið tónlistaruppeldi í Hamrahlíðarkórunum hjá Þorgerði, meðal þeirra eru margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Þegar Þorgerður kom til starfa sem kórstjóri hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð var hún aðeins litlu eldri en nemendurnir sjálfir, eða um 23 ára gömul. Engu að síður vann hún þar frumkvöðlastarf í kórastarfi á Íslandi því í þá daga var engin hefð fyrir því að í framhaldsskólum landsins væru kórar nemenda starfandi. Hún sest nú í helgan stein á sínu 74. aldursári. Ekki náðist í Þorgerði við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Þorgerður Borgarlistamaður Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri var í dag útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012. Útnefningin fór fram í Höfða þar sem Jón Gnarr borgarstjóri veitti listamanninum að þessu tilefni ágrafinn stein, heiðursskjal og viðurkenningarfé. 17. júní 2012 16:00 Góð tilfinning að þjóna Ég lít á starf mitt sem listrænt uppeldisstarf,“ segir Þorgerður. „Kennararstarf þar sem maður tekur á móti ómótuðum unglingum. Það að ná góðum árangri í tónlistinni er auðvitað takmarkið og oft tekst með prýði að ná listrænum hæðum í starfinu. 17. mars 2007 00:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira
Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri Hamrahlíðakóranna mun láta af störfum nú í haust eftir 50 ár í starfi sem kórstjóri við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hefur staða kórstjóra verið auglýst á vef stjórnarráðsins. Þorgerður hefur verið stjórnandi kórs MH frá stofnun hans árið 1967 og árið 1982 stofnaði hún framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn. Hún er enn um þessar mundir að stjórna kór skólans en gert er ráð fyrir að hún láti af störfum í lok október. Undir forystu Þorgerðar hafa kórarnir tveir unnið hvern sigurinn af öðrum hvort sem er á tónleikum innanlands eða á alþjóðlegum tónlistarhátíðum víða um heim. Þúsundir ungmenna hafa hlotið tónlistaruppeldi í Hamrahlíðarkórunum hjá Þorgerði, meðal þeirra eru margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Þegar Þorgerður kom til starfa sem kórstjóri hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð var hún aðeins litlu eldri en nemendurnir sjálfir, eða um 23 ára gömul. Engu að síður vann hún þar frumkvöðlastarf í kórastarfi á Íslandi því í þá daga var engin hefð fyrir því að í framhaldsskólum landsins væru kórar nemenda starfandi. Hún sest nú í helgan stein á sínu 74. aldursári. Ekki náðist í Þorgerði við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Þorgerður Borgarlistamaður Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri var í dag útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012. Útnefningin fór fram í Höfða þar sem Jón Gnarr borgarstjóri veitti listamanninum að þessu tilefni ágrafinn stein, heiðursskjal og viðurkenningarfé. 17. júní 2012 16:00 Góð tilfinning að þjóna Ég lít á starf mitt sem listrænt uppeldisstarf,“ segir Þorgerður. „Kennararstarf þar sem maður tekur á móti ómótuðum unglingum. Það að ná góðum árangri í tónlistinni er auðvitað takmarkið og oft tekst með prýði að ná listrænum hæðum í starfinu. 17. mars 2007 00:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira
Þorgerður Borgarlistamaður Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri var í dag útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012. Útnefningin fór fram í Höfða þar sem Jón Gnarr borgarstjóri veitti listamanninum að þessu tilefni ágrafinn stein, heiðursskjal og viðurkenningarfé. 17. júní 2012 16:00
Góð tilfinning að þjóna Ég lít á starf mitt sem listrænt uppeldisstarf,“ segir Þorgerður. „Kennararstarf þar sem maður tekur á móti ómótuðum unglingum. Það að ná góðum árangri í tónlistinni er auðvitað takmarkið og oft tekst með prýði að ná listrænum hæðum í starfinu. 17. mars 2007 00:01