Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Stjórnmálamenn ræddu innviði samfélagsins í sveitinni hjá Sigurði Inga og frú. vísir/Ernir „Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Katrín Jakobsdóttir um framhaldið og næstu daga stjórnarmyndunarviðræðna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Pírata. „Við erum bara að setja grunninn núna yfir helgina svo tökum við stöðuna á mánudaginn og sjáum hvort við klárum þetta eða ekki.“ Katrín segir viðfangsefni dagsins hafa verið þessi helstu uppbyggingarmál, skilgreining verkefna og farið var yfir þau mál sem helst skilur flokkana að. Hópurinn hittist aftur eftir hádegi í dag. Uppbygging helstu innviða eru fyrirferðarmest í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ágætur samhljómur er meðal flokkanna um þá uppbyggingu en áherslur um tekjuöflunarleiðir og fjármögnun hennar eru ólíkari og skiptar skoðanir um hvort og að hvaða marki eigi að nota afgang af ríkisrekstri og arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum og hvort hækka eigi veiðigjöld og innheimta skuli hátekjuskatt.Ágúst ÓlafurFréttablaðið ræddi við þingmenn þeirra flokka sem eiga í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, um hvað felist í ‚uppbyggingu innviða‘ sem óhætt er að segja að hafi verið vinsælasta hugtak nýafstaðinna kosninga. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan, húsnæðismálin, vegakerfið og almenningssamgöngurnar. Þetta eru innviðirnir sem þeim eru hugleiknastir. „Innviðir eru það sem gera okkur að samfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar „Einkamarkaðurinn sér ekki hag sinn í að fjárfesta í þessum innviðum að því marki sem nauðsynlegt er og þess vegna þarf hið opinbera að gera það.“ Ágúst segir fjárfestingu í innviðum hagkvæma og það auki almenna velsæld samfélaga að hið opinbera setji fé í helstu innviði eins og skóla, spítala, almenningssamgöngur og löggæslu. „Við eigum ekki að líta á innviðauppbyggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni,“ segir Ágúst. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu innviða erum við í rauninni að tala um að setja aukið fjármagn í grunnreksturinn. Rekstur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið vanfjármagnaður hingað til og hið sama má segja um menntamálin,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Aðspurð segja þau helsta verkefnið lúta að launum og aðbúnaði starfsfólks enda mannekla eitt af stóru vandamálunum sérstaklega í heilbrigðisþjónustunni. Þau eru einnig sammála um að Ísland þurfi að ná að hífa sig upp úr botnsætinu í samanburði við önnur Evrópsk OECD ríki í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi uppbygging þessara innviða að fara fram um landið allt. „Aðstöðumunurinn er svo misjafn,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Jafnvel þótt við getum ekki haft færustu sérfræðinga um allt landið þá þarf að finna lausnir á aðstöðumun þeirra sem búa á afskekktari stöðum. Jafnvel þótt við getum ekki gert kröfu um fæðingaþjónustu á Hvammstanga, þurfum við að huga að þeim aðstöðumun sem íbúar þar búa við og það er hluti af því að styrkja innviðina,“ segir Ásmundur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata nefnir einnig húsnæðismálin. „Húsnæðismálin eru líka mikilvægir innviðir og til að leysa húsnæðisvandann þarf fyrst og fremst að bregðast við eftirspurninni. Það þarf að byggja miklu meira og leggja meiri áherslu á heilbrigðan leigumarkað,“ segir Björn Leví. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
„Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Katrín Jakobsdóttir um framhaldið og næstu daga stjórnarmyndunarviðræðna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Pírata. „Við erum bara að setja grunninn núna yfir helgina svo tökum við stöðuna á mánudaginn og sjáum hvort við klárum þetta eða ekki.“ Katrín segir viðfangsefni dagsins hafa verið þessi helstu uppbyggingarmál, skilgreining verkefna og farið var yfir þau mál sem helst skilur flokkana að. Hópurinn hittist aftur eftir hádegi í dag. Uppbygging helstu innviða eru fyrirferðarmest í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ágætur samhljómur er meðal flokkanna um þá uppbyggingu en áherslur um tekjuöflunarleiðir og fjármögnun hennar eru ólíkari og skiptar skoðanir um hvort og að hvaða marki eigi að nota afgang af ríkisrekstri og arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum og hvort hækka eigi veiðigjöld og innheimta skuli hátekjuskatt.Ágúst ÓlafurFréttablaðið ræddi við þingmenn þeirra flokka sem eiga í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, um hvað felist í ‚uppbyggingu innviða‘ sem óhætt er að segja að hafi verið vinsælasta hugtak nýafstaðinna kosninga. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan, húsnæðismálin, vegakerfið og almenningssamgöngurnar. Þetta eru innviðirnir sem þeim eru hugleiknastir. „Innviðir eru það sem gera okkur að samfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar „Einkamarkaðurinn sér ekki hag sinn í að fjárfesta í þessum innviðum að því marki sem nauðsynlegt er og þess vegna þarf hið opinbera að gera það.“ Ágúst segir fjárfestingu í innviðum hagkvæma og það auki almenna velsæld samfélaga að hið opinbera setji fé í helstu innviði eins og skóla, spítala, almenningssamgöngur og löggæslu. „Við eigum ekki að líta á innviðauppbyggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni,“ segir Ágúst. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu innviða erum við í rauninni að tala um að setja aukið fjármagn í grunnreksturinn. Rekstur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið vanfjármagnaður hingað til og hið sama má segja um menntamálin,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Aðspurð segja þau helsta verkefnið lúta að launum og aðbúnaði starfsfólks enda mannekla eitt af stóru vandamálunum sérstaklega í heilbrigðisþjónustunni. Þau eru einnig sammála um að Ísland þurfi að ná að hífa sig upp úr botnsætinu í samanburði við önnur Evrópsk OECD ríki í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi uppbygging þessara innviða að fara fram um landið allt. „Aðstöðumunurinn er svo misjafn,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Jafnvel þótt við getum ekki haft færustu sérfræðinga um allt landið þá þarf að finna lausnir á aðstöðumun þeirra sem búa á afskekktari stöðum. Jafnvel þótt við getum ekki gert kröfu um fæðingaþjónustu á Hvammstanga, þurfum við að huga að þeim aðstöðumun sem íbúar þar búa við og það er hluti af því að styrkja innviðina,“ segir Ásmundur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata nefnir einnig húsnæðismálin. „Húsnæðismálin eru líka mikilvægir innviðir og til að leysa húsnæðisvandann þarf fyrst og fremst að bregðast við eftirspurninni. Það þarf að byggja miklu meira og leggja meiri áherslu á heilbrigðan leigumarkað,“ segir Björn Leví.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira