Mauno Koivisto, fyrrverandi forseti Finnlands, glímir nú við Alzheimer-sjúkdóminn. Frá þessu greinir eiginkona hans, Tellervo Koivisto, í samtali við blaðið Eeva. Yle segir frá þessu.
„Skammtímaminni eiginmanns míns virkar ekki sem skyldi, en þegar ákveðin umræðuefni koma upp þá getur hann haldið langan fyrir lestur í löngu, stíliseruðu máli,“ segir Tellervo.
Mauno Koivisto er 93 ára gamall og gegndi embætti Finnlands á árunum 1982 til 1994.
