Zuckerberg hyggst þræða ríki Bandaríkjanna á nýju ári Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2017 10:14 Vangaveltur eru uppi um að á meðal framtíðarmarkmiða Zuckerberg kunni að vera að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Vísir/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur sagst vilja þræða Bandaríkin á nýju ári þannig að hann „hafi heimsótt og hitt fólk í öllum ríkjum Bandaríkjanna.“ Zuckerberg kynnti áætlanir sínar fyrir 2017 í Facebook-færslu í gær, en hann hefur á síðustu árum sett sér markmið fyrir komandi ár – svo sem að hlaupa 365 mílur á árinu, lesa 25 bækur og að læra mandarín. Í færslunni kemur fram að hann þurfi að ferðast til um þrjátíu ríkja til að ná markmiðinu. „Eftir stormasamt ár, vonast ég til að geta farið meira út meðal fólks og rætt við það um hvernig það hafa það, vinni og hugsi um framtíðina,“ segir Zuckerberg. Áfram hélt hann og sagði að tækniframfarir og alþjóðavæðingin hafi aukið tengsl manna og framleiðni, en breytingarnar hafi einnig gert lífið erfiðara fyrir hóp fólks. „Þetta hefur stuðlað að meiri aðgreiningu meðal fólks en ég hef áður fundið fyrir á minni lífsleið. Við verðum að finna leið til að breyta leiknum svo þetta virki fyrir alla.“ Zuckerberg segir að ferðalög hans um Bandaríkin komi til með að taka á sig ýmsar myndir – bílferðir með eiginkonu sinni, Pricillu, heimsóknir í smábæjum og háskólum, heimsóknir til skrifstofa Facebook víðs vegar um Bandaríkin, fundir með kennurum og vísindamönnum og áfram mætti telja. Í frétt BBC segir að vangaveltur séu nú uppi um að á meðal framtíðarmarkmiða Zuckerberg kunni að vera að bjóða sig fram til forseta. Þannig á að hann að hafa leitað svara við hvernig hann gæti áfram átt Facebook - tæki hann að sér starf fyrir bandaríska ríkið. Þá var greint frá því í síðustu viku að hann telji sig ekki lengur vera trúlausan. Fékk hann spurningu á Facebook um hvort hann væri enn trúlaus. Svaraði hann: „Nei. Ég ólst upp í gyðingatrú og fór svo í gegnum tímabil þar sem ég dró hluti í efa, en nú tel ég trú vera mjög mikilvæga.“ Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur sagst vilja þræða Bandaríkin á nýju ári þannig að hann „hafi heimsótt og hitt fólk í öllum ríkjum Bandaríkjanna.“ Zuckerberg kynnti áætlanir sínar fyrir 2017 í Facebook-færslu í gær, en hann hefur á síðustu árum sett sér markmið fyrir komandi ár – svo sem að hlaupa 365 mílur á árinu, lesa 25 bækur og að læra mandarín. Í færslunni kemur fram að hann þurfi að ferðast til um þrjátíu ríkja til að ná markmiðinu. „Eftir stormasamt ár, vonast ég til að geta farið meira út meðal fólks og rætt við það um hvernig það hafa það, vinni og hugsi um framtíðina,“ segir Zuckerberg. Áfram hélt hann og sagði að tækniframfarir og alþjóðavæðingin hafi aukið tengsl manna og framleiðni, en breytingarnar hafi einnig gert lífið erfiðara fyrir hóp fólks. „Þetta hefur stuðlað að meiri aðgreiningu meðal fólks en ég hef áður fundið fyrir á minni lífsleið. Við verðum að finna leið til að breyta leiknum svo þetta virki fyrir alla.“ Zuckerberg segir að ferðalög hans um Bandaríkin komi til með að taka á sig ýmsar myndir – bílferðir með eiginkonu sinni, Pricillu, heimsóknir í smábæjum og háskólum, heimsóknir til skrifstofa Facebook víðs vegar um Bandaríkin, fundir með kennurum og vísindamönnum og áfram mætti telja. Í frétt BBC segir að vangaveltur séu nú uppi um að á meðal framtíðarmarkmiða Zuckerberg kunni að vera að bjóða sig fram til forseta. Þannig á að hann að hafa leitað svara við hvernig hann gæti áfram átt Facebook - tæki hann að sér starf fyrir bandaríska ríkið. Þá var greint frá því í síðustu viku að hann telji sig ekki lengur vera trúlausan. Fékk hann spurningu á Facebook um hvort hann væri enn trúlaus. Svaraði hann: „Nei. Ég ólst upp í gyðingatrú og fór svo í gegnum tímabil þar sem ég dró hluti í efa, en nú tel ég trú vera mjög mikilvæga.“
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira