Zuckerberg hyggst þræða ríki Bandaríkjanna á nýju ári Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2017 10:14 Vangaveltur eru uppi um að á meðal framtíðarmarkmiða Zuckerberg kunni að vera að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Vísir/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur sagst vilja þræða Bandaríkin á nýju ári þannig að hann „hafi heimsótt og hitt fólk í öllum ríkjum Bandaríkjanna.“ Zuckerberg kynnti áætlanir sínar fyrir 2017 í Facebook-færslu í gær, en hann hefur á síðustu árum sett sér markmið fyrir komandi ár – svo sem að hlaupa 365 mílur á árinu, lesa 25 bækur og að læra mandarín. Í færslunni kemur fram að hann þurfi að ferðast til um þrjátíu ríkja til að ná markmiðinu. „Eftir stormasamt ár, vonast ég til að geta farið meira út meðal fólks og rætt við það um hvernig það hafa það, vinni og hugsi um framtíðina,“ segir Zuckerberg. Áfram hélt hann og sagði að tækniframfarir og alþjóðavæðingin hafi aukið tengsl manna og framleiðni, en breytingarnar hafi einnig gert lífið erfiðara fyrir hóp fólks. „Þetta hefur stuðlað að meiri aðgreiningu meðal fólks en ég hef áður fundið fyrir á minni lífsleið. Við verðum að finna leið til að breyta leiknum svo þetta virki fyrir alla.“ Zuckerberg segir að ferðalög hans um Bandaríkin komi til með að taka á sig ýmsar myndir – bílferðir með eiginkonu sinni, Pricillu, heimsóknir í smábæjum og háskólum, heimsóknir til skrifstofa Facebook víðs vegar um Bandaríkin, fundir með kennurum og vísindamönnum og áfram mætti telja. Í frétt BBC segir að vangaveltur séu nú uppi um að á meðal framtíðarmarkmiða Zuckerberg kunni að vera að bjóða sig fram til forseta. Þannig á að hann að hafa leitað svara við hvernig hann gæti áfram átt Facebook - tæki hann að sér starf fyrir bandaríska ríkið. Þá var greint frá því í síðustu viku að hann telji sig ekki lengur vera trúlausan. Fékk hann spurningu á Facebook um hvort hann væri enn trúlaus. Svaraði hann: „Nei. Ég ólst upp í gyðingatrú og fór svo í gegnum tímabil þar sem ég dró hluti í efa, en nú tel ég trú vera mjög mikilvæga.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur sagst vilja þræða Bandaríkin á nýju ári þannig að hann „hafi heimsótt og hitt fólk í öllum ríkjum Bandaríkjanna.“ Zuckerberg kynnti áætlanir sínar fyrir 2017 í Facebook-færslu í gær, en hann hefur á síðustu árum sett sér markmið fyrir komandi ár – svo sem að hlaupa 365 mílur á árinu, lesa 25 bækur og að læra mandarín. Í færslunni kemur fram að hann þurfi að ferðast til um þrjátíu ríkja til að ná markmiðinu. „Eftir stormasamt ár, vonast ég til að geta farið meira út meðal fólks og rætt við það um hvernig það hafa það, vinni og hugsi um framtíðina,“ segir Zuckerberg. Áfram hélt hann og sagði að tækniframfarir og alþjóðavæðingin hafi aukið tengsl manna og framleiðni, en breytingarnar hafi einnig gert lífið erfiðara fyrir hóp fólks. „Þetta hefur stuðlað að meiri aðgreiningu meðal fólks en ég hef áður fundið fyrir á minni lífsleið. Við verðum að finna leið til að breyta leiknum svo þetta virki fyrir alla.“ Zuckerberg segir að ferðalög hans um Bandaríkin komi til með að taka á sig ýmsar myndir – bílferðir með eiginkonu sinni, Pricillu, heimsóknir í smábæjum og háskólum, heimsóknir til skrifstofa Facebook víðs vegar um Bandaríkin, fundir með kennurum og vísindamönnum og áfram mætti telja. Í frétt BBC segir að vangaveltur séu nú uppi um að á meðal framtíðarmarkmiða Zuckerberg kunni að vera að bjóða sig fram til forseta. Þannig á að hann að hafa leitað svara við hvernig hann gæti áfram átt Facebook - tæki hann að sér starf fyrir bandaríska ríkið. Þá var greint frá því í síðustu viku að hann telji sig ekki lengur vera trúlausan. Fékk hann spurningu á Facebook um hvort hann væri enn trúlaus. Svaraði hann: „Nei. Ég ólst upp í gyðingatrú og fór svo í gegnum tímabil þar sem ég dró hluti í efa, en nú tel ég trú vera mjög mikilvæga.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira