United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. janúar 2017 18:45 Fyrirtækið segir fullyrðingar um eiturefnalosun "tilhæfulausar með öllu“ Vísir/Skjáskot United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun Stundarinnar um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. Fyrirtækið segir fullyrðingar Stundarinnar „tilhæfulausar með öllu“ og að ekki sé ljóst hvaða tilgangi það þjónar að „halda slíkum ósannindum fram.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá United Silicon.Sjá einnig: Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi „Hið rétta er að myndbandið sýnir atvik þegar verið var að losa stíflu í reykhreinsivirki sem leiddi til að kísilryk barst út um opna lúgu. Vegna þess hversu mikið ryk barst út í andrúmsloftið var þessi vinna stöðvuð eftir skamma stund og öðrum aðferðum beitt sem ekki leiddu til ryklosunar. Það ryk sem sést á myndbandinu er ekki eitrað eða hættulegt heldur verðmæt afurð og mikilvæg söluvara United Silicon sem safnað er í reykhreinsivirki, pakkað í sekki og selt meðal annars til sementsvinnslu erlendis,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þrjár mengunarmælistöðvar séu staðsettar við kísilverið samkvæmt ábendingum Umhverfisstofnunar og að mælingarnar séu allar birtar á vefnum andvari.is. „Þessar mælingar sýna skýrt, að frá upphafi framleiðslu í nóvember, hefur mengun aldrei farið upp fyrir lögsett viðmiðunarmörk.“Yfirlýsing United Silicon í heild sinni:United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun á vefnum Stundin.is í morgun. Þar er birt myndband frá því um miðjan desember sl. sem sagt er að sýni losun á eiturefnum. Hið rétta er að myndbandið sýnir atvik þegar verið var að losa stíflu í reykhreinsivirki sem leiddi til að kísilryk barst út um opna lúgu. Vegna þess hversu mikið ryk barst út í andrúmsloftið var þessi vinna stöðvuð eftir skamma stund og öðrum aðferðum beitt sem ekki leiddu til ryklosunar. Það ryk sem sést á myndbandinu er ekki eitrað eða hættulegt heldur verðmæt afurð og mikilvæg söluvara United Silicon sem safnað er í reykhreinsivirki, pakkað í sekki og selt meðal annars til sementsvinnslu erlendis. Myndband sem tekið er um kl 14:30 í gær sýnir einnig kísilryk sem þyrlaðist upp þegar verið var að losa sambærilega stíflu, en án þess að nota blásara. Unnið er að úrbótum til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Fullyrðingar Stundarinnar um að undanfarið hafi „hættuleg eiturefni“ verið losuð út í andrúmsloftið úr reykhreinsivirki verksmiðjunnar í skjóli nætur eru tilhæfulausar með öllu og ekki ljóst hvaða tilgangi það þjónar að halda slíkum ósannindum fram. Rétt er að benda á að United Silicon er með 3 mengunarmælistöðvar, staðsettar samkvæmt ábendingum Umhverfisstofnunar og eru mælingar þeirra allar birtar á vefsíðunni andvari.is. Þessar mælingar sýna skýrt, að frá upphafi framleiðslu í nóvember, hefur mengun aldrei farið upp fyrir lögsett viðmiðunarmörk. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun Stundarinnar um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. Fyrirtækið segir fullyrðingar Stundarinnar „tilhæfulausar með öllu“ og að ekki sé ljóst hvaða tilgangi það þjónar að „halda slíkum ósannindum fram.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá United Silicon.Sjá einnig: Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi „Hið rétta er að myndbandið sýnir atvik þegar verið var að losa stíflu í reykhreinsivirki sem leiddi til að kísilryk barst út um opna lúgu. Vegna þess hversu mikið ryk barst út í andrúmsloftið var þessi vinna stöðvuð eftir skamma stund og öðrum aðferðum beitt sem ekki leiddu til ryklosunar. Það ryk sem sést á myndbandinu er ekki eitrað eða hættulegt heldur verðmæt afurð og mikilvæg söluvara United Silicon sem safnað er í reykhreinsivirki, pakkað í sekki og selt meðal annars til sementsvinnslu erlendis,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þrjár mengunarmælistöðvar séu staðsettar við kísilverið samkvæmt ábendingum Umhverfisstofnunar og að mælingarnar séu allar birtar á vefnum andvari.is. „Þessar mælingar sýna skýrt, að frá upphafi framleiðslu í nóvember, hefur mengun aldrei farið upp fyrir lögsett viðmiðunarmörk.“Yfirlýsing United Silicon í heild sinni:United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun á vefnum Stundin.is í morgun. Þar er birt myndband frá því um miðjan desember sl. sem sagt er að sýni losun á eiturefnum. Hið rétta er að myndbandið sýnir atvik þegar verið var að losa stíflu í reykhreinsivirki sem leiddi til að kísilryk barst út um opna lúgu. Vegna þess hversu mikið ryk barst út í andrúmsloftið var þessi vinna stöðvuð eftir skamma stund og öðrum aðferðum beitt sem ekki leiddu til ryklosunar. Það ryk sem sést á myndbandinu er ekki eitrað eða hættulegt heldur verðmæt afurð og mikilvæg söluvara United Silicon sem safnað er í reykhreinsivirki, pakkað í sekki og selt meðal annars til sementsvinnslu erlendis. Myndband sem tekið er um kl 14:30 í gær sýnir einnig kísilryk sem þyrlaðist upp þegar verið var að losa sambærilega stíflu, en án þess að nota blásara. Unnið er að úrbótum til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Fullyrðingar Stundarinnar um að undanfarið hafi „hættuleg eiturefni“ verið losuð út í andrúmsloftið úr reykhreinsivirki verksmiðjunnar í skjóli nætur eru tilhæfulausar með öllu og ekki ljóst hvaða tilgangi það þjónar að halda slíkum ósannindum fram. Rétt er að benda á að United Silicon er með 3 mengunarmælistöðvar, staðsettar samkvæmt ábendingum Umhverfisstofnunar og eru mælingar þeirra allar birtar á vefsíðunni andvari.is. Þessar mælingar sýna skýrt, að frá upphafi framleiðslu í nóvember, hefur mengun aldrei farið upp fyrir lögsett viðmiðunarmörk.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira